Íslenski boltinn

Stjarnan samdi við tvo leikmenn á tveimur dögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vignir Jóhannesson og Emil Atlason.
Vignir Jóhannesson og Emil Atlason. mynd/stjarnan/samsett

Stjarnan er byrjuð að safna leikmönnum fyrir næstu leiktíð í Pepsi Max-deild karla en á síðustu tveimur dögum hefur félagið samið við tvo leikmenn.

Markvörðurinn Vignir Jóhannesson skrifaði undir samning við Stjörnuna í gær. Honum er ætlað að fylla skarð Guðjóns Orra Sigurjónssonar sem hefur verið varamarkvörður Stjörnunnar undanfarin ár.

Í dag var það svo Emil Atlason sem skrifaði undir samning við Stjörnuna en hann lék á síðustu leiktíð með HK þar sem hann skoraði þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni.

Emil hefur leikið 120 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim leikjum 26 mörk en hér á landi hefur hann einnig verið á mála hjá FH, Val, KR og Þrótti.

Rúnar Páll Sigmundsson verður áfram þjálfari Stjörnunnar en Stjarnan endaði í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.