Íslensk stjórnvöld sett sig í samband við þau tyrknesku Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 11:43 Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna takast hér í hendur, en útspil stjórnvalda í Washington á sunnudag hleypti af stað atburðarásinni sem nú á sér stað í norðausturhluta Sýrlands. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið segist hafa komið óánægju sinni með hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. „Hernaðaraðgerðirnar samræmast ekki alþjóðalögum og er þess krafist að Tyrkir hætti aðgerðunum þegar í stað og fylgi alþjóðalögum í hvívetna. Hernaður sem beinist að almennum borgurum og veldur manntjóni, eins og fregnir herma, er fordæmdur,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, féllst á að draga bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld hafi þungar áhyggjur af því að yfirstandandi hernaðaraðgerðir Tyrkja magni enn frekar ófríðarbálið á svæðinu. Það myndi gera „að engu þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytsins.Deeply concerned about the #Turkey military offensive against #Kurds in #Syria, which could reinvigorate ISIS and bring further suffering to civilians. Ceasefire is needed in Syria, not further escalation.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) October 9, 2019 Það rímar við yfirlýsingu utanríkisráðherra, sem hann sendi frá sér á Twitter í gær. „Það er þörf á vopnahléi í Sýrlandi, ekki frekari stigmögnun,“ skrifaði Guðlaugur Þór Þórðarson og kallaði eftir vopnahléi á svæðinu. Tyrklandsforseti lýsti því yfir í morgun að Tyrkir gætu hugsað sér að senda þær milljónir flóttamanna sem hírast í landinu til Evrópu, fari svo að Vesturlönd setji sig upp á móti aðgerðum Tyrklandshers í Sýrlandi. „Tyrkir hafa sannarlega tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Sýrlandi en það er skýr afstaða íslenskra stjórnvalda að aðgerðir sem þessar séu síst til þess fallnar að skapa aðstæður til að flóttafólk geti snúið aftur til síns heima, enda líklegt að þær stuðli fremur að áframhaldandi átökum en varanlegum friði,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins og bætt við að íslensk stjórnvöld ætli sér að fylgjast með framvindu málsins næstu daga. Þau ætli sér að leggja áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að hernaðaraðgerðum verði hætt. Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. 9. október 2019 16:30 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið segist hafa komið óánægju sinni með hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. „Hernaðaraðgerðirnar samræmast ekki alþjóðalögum og er þess krafist að Tyrkir hætti aðgerðunum þegar í stað og fylgi alþjóðalögum í hvívetna. Hernaður sem beinist að almennum borgurum og veldur manntjóni, eins og fregnir herma, er fordæmdur,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, féllst á að draga bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld hafi þungar áhyggjur af því að yfirstandandi hernaðaraðgerðir Tyrkja magni enn frekar ófríðarbálið á svæðinu. Það myndi gera „að engu þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytsins.Deeply concerned about the #Turkey military offensive against #Kurds in #Syria, which could reinvigorate ISIS and bring further suffering to civilians. Ceasefire is needed in Syria, not further escalation.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) October 9, 2019 Það rímar við yfirlýsingu utanríkisráðherra, sem hann sendi frá sér á Twitter í gær. „Það er þörf á vopnahléi í Sýrlandi, ekki frekari stigmögnun,“ skrifaði Guðlaugur Þór Þórðarson og kallaði eftir vopnahléi á svæðinu. Tyrklandsforseti lýsti því yfir í morgun að Tyrkir gætu hugsað sér að senda þær milljónir flóttamanna sem hírast í landinu til Evrópu, fari svo að Vesturlönd setji sig upp á móti aðgerðum Tyrklandshers í Sýrlandi. „Tyrkir hafa sannarlega tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Sýrlandi en það er skýr afstaða íslenskra stjórnvalda að aðgerðir sem þessar séu síst til þess fallnar að skapa aðstæður til að flóttafólk geti snúið aftur til síns heima, enda líklegt að þær stuðli fremur að áframhaldandi átökum en varanlegum friði,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins og bætt við að íslensk stjórnvöld ætli sér að fylgjast með framvindu málsins næstu daga. Þau ætli sér að leggja áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að hernaðaraðgerðum verði hætt.
Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. 9. október 2019 16:30 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. 9. október 2019 16:30
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent