Erlent

Bein út­sending: Hver hlýtur friðar­verð­laun Nóbels?

Atli Ísleifsson skrifar
Það er formaður norsku Nóbelsnefndarinnar sem tilkynnir um verðlaunahafa.
Það er formaður norsku Nóbelsnefndarinnar sem tilkynnir um verðlaunahafa. vísir/getty

Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnir um verðlaunahafa, en fundurinn hefst á slaginu níu.

219 einstaklingar og 85 samtök voru tilnefnd í ár.

Meðal þeirra sem talin eru líkleg til að hreppa hnossið í ár eru sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna fyrir starf sitt í tengslum við flóttamannastraum í heiminum, leiðtogar Eþíópíu og Erítreu fyrir að binda enda á margra ára deilum ríkjanna og Fréttamenn án landamæra. Þá hefur Norðurskautsráðið einnig verið nefnt til sögunnar.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.