Lífið

Írskur maður kom út­farar­gestum á ó­vart með bráð­fyndinni upp­töku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Útfarargestum var skemmt þegar rödd hins látna ómaði um kirkjugarðinn.
Útfarargestum var skemmt þegar rödd hins látna ómaði um kirkjugarðinn. getty/Vince Caligiuri
Ættingjum og vinum Shay Bradley, fyrrverandi hermanns írska hersins, var heldur betur komið á óvart þegar þeir voru viðstaddir útför hans á laugardag í Kilmanagh á Írlandi þegar rödd hins látna ómaði í kirkjugarðinum en kistan var þegar komin í jörðina.Bradley ákvað að stríða sínum nánustu við útför sína og hafði undirbúið upptöku af sér hrópa á útfarargesti að hleypa sér út úr kistunni. „Hleypið mér út!“ hrópaði hann, en upptakan var spiluð í hátölurum í garðinum.Útfarargestum var mikið skemmt og ómuðu hlátrasköll, sem eflaust eru ekki daglegt brauð við útfarir.Atvikið sést í myndskeiðinu hér að neðan
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.