Lífið

Írskur maður kom út­farar­gestum á ó­vart með bráð­fyndinni upp­töku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Útfarargestum var skemmt þegar rödd hins látna ómaði um kirkjugarðinn.
Útfarargestum var skemmt þegar rödd hins látna ómaði um kirkjugarðinn. getty/Vince Caligiuri

Ættingjum og vinum Shay Bradley, fyrrverandi hermanns írska hersins, var heldur betur komið á óvart þegar þeir voru viðstaddir útför hans á laugardag í Kilmanagh á Írlandi þegar rödd hins látna ómaði í kirkjugarðinum en kistan var þegar komin í jörðina.

Bradley ákvað að stríða sínum nánustu við útför sína og hafði undirbúið upptöku af sér hrópa á útfarargesti að hleypa sér út úr kistunni. „Hleypið mér út!“ hrópaði hann, en upptakan var spiluð í hátölurum í garðinum.

Útfarargestum var mikið skemmt og ómuðu hlátrasköll, sem eflaust eru ekki daglegt brauð við útfarir.

Atvikið sést í myndskeiðinu hér að neðanAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.