Biles í sérflokki í fimleikasögunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. október 2019 16:15 Simone Biles er einn ótrúlegasti íþróttamaður heims vísir/getty Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“ Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Sjá meira
Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Sjá meira