Þolinmæði opinberra starfsmanna á þrotum Árni Stefán Jónsson skrifar 17. október 2019 08:00 Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða. Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum kjarasamningsgreinum lögðum við fram þrjár meginkröfur. Í fyrsta lagi þá lögðum við til styttingu vinnuvikunnar, enda höfum við verið í samstarfi bæði við ríki og Reykjavíkurborg um tilraunaverkefni í aðdraganda þessara samninga. Niðurstöður verkefnanna voru afar jákvæðar en sá árangur virðist ekki hafa skilað sér inn í viðræðurnar. Í öðru lagi var krafa okkar um jöfnun launa milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins. Árið 2016 var gerður samningur milli opinberra starfsmanna, ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Samningurinn var algjör tímamótasamningur því aldrei fyrr hafa svo stór og mikilvæg kjör launafólks verið samræmd milli markaða. Í samningnum var ákvæði um að launakjör yrðu einnig jöfnuð enda hafa kannanir sýnt að það sé um 16-20% launamunur milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, opinberum starfsmönnum í óhag. Muninn átti að leiðrétta á næstu 6-10 árum samkvæmt samningnum. Því miður hafa engar leiðréttingar enn átt sér stað þrátt fyrir miklar umræður og þrýsting af okkar hálfu. Við erum því tilneydd til að draga fram þessa kröfu í kjarasamningsviðræðunum nú og höfum ítrekað kallað eftir tillögum atvinnurekenda á útfærslu leiðréttingarinnar. Við höfum lagt til ákveðnar tillögur en ekkert bólar á viðbrögðum viðsemjenda. Nú þegar liðin eru þrjú ár frá undirritun samnings er því nauðsynlegt að við náum fram ákvörðun um fyrstu skrefin og útfærslu til næstu ára. Viðsemjendur okkar þurfa að gera sér það ljóst að opinberir starfsmenn munu ekki ganga frá samningum án þess að frá þessu máli verði gengið. Þriðja stóra málið sem við höfum lagt áherslu á er útfærsla launaþróunartryggingarinnar eða launaskriðstryggingarinnar eins hún kallaðist í samningunum 2015. Tryggingin er að norrænni fyrirmynd og þykir yfirleitt góð aðferðafræði til að tryggja stöðugleika og jöfnuð í launaþróun á milli markaða. Við höfum sjálf séð hvernig hún virkar til jöfnunar síðastliðin ár og leggjum því mikla áherslu á að samkomulagið um launaþróunartrygginguna verði endurnýjað í þessum samningum. Það kemur sannarlega á óvart að finna ákveðna tregðu hjá viðsemjendum til þess að ganga frá tryggingunni inn í samningana nú. Eins og fyrr sagði hafa samningaviðræður staðið í rúmt hálft ár án nokkurs sýnilegs árangurs. Það er forkastanlegt að sjá hvernig vinnubrögð viðsemjanda hafa verið, sérstaklega í ljósi allrar þeirrar umræðu á milli aðila vinnumarkaðarins síðustu misseri um bætt vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Þessar meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila.Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða. Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum kjarasamningsgreinum lögðum við fram þrjár meginkröfur. Í fyrsta lagi þá lögðum við til styttingu vinnuvikunnar, enda höfum við verið í samstarfi bæði við ríki og Reykjavíkurborg um tilraunaverkefni í aðdraganda þessara samninga. Niðurstöður verkefnanna voru afar jákvæðar en sá árangur virðist ekki hafa skilað sér inn í viðræðurnar. Í öðru lagi var krafa okkar um jöfnun launa milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins. Árið 2016 var gerður samningur milli opinberra starfsmanna, ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Samningurinn var algjör tímamótasamningur því aldrei fyrr hafa svo stór og mikilvæg kjör launafólks verið samræmd milli markaða. Í samningnum var ákvæði um að launakjör yrðu einnig jöfnuð enda hafa kannanir sýnt að það sé um 16-20% launamunur milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, opinberum starfsmönnum í óhag. Muninn átti að leiðrétta á næstu 6-10 árum samkvæmt samningnum. Því miður hafa engar leiðréttingar enn átt sér stað þrátt fyrir miklar umræður og þrýsting af okkar hálfu. Við erum því tilneydd til að draga fram þessa kröfu í kjarasamningsviðræðunum nú og höfum ítrekað kallað eftir tillögum atvinnurekenda á útfærslu leiðréttingarinnar. Við höfum lagt til ákveðnar tillögur en ekkert bólar á viðbrögðum viðsemjenda. Nú þegar liðin eru þrjú ár frá undirritun samnings er því nauðsynlegt að við náum fram ákvörðun um fyrstu skrefin og útfærslu til næstu ára. Viðsemjendur okkar þurfa að gera sér það ljóst að opinberir starfsmenn munu ekki ganga frá samningum án þess að frá þessu máli verði gengið. Þriðja stóra málið sem við höfum lagt áherslu á er útfærsla launaþróunartryggingarinnar eða launaskriðstryggingarinnar eins hún kallaðist í samningunum 2015. Tryggingin er að norrænni fyrirmynd og þykir yfirleitt góð aðferðafræði til að tryggja stöðugleika og jöfnuð í launaþróun á milli markaða. Við höfum sjálf séð hvernig hún virkar til jöfnunar síðastliðin ár og leggjum því mikla áherslu á að samkomulagið um launaþróunartrygginguna verði endurnýjað í þessum samningum. Það kemur sannarlega á óvart að finna ákveðna tregðu hjá viðsemjendum til þess að ganga frá tryggingunni inn í samningana nú. Eins og fyrr sagði hafa samningaviðræður staðið í rúmt hálft ár án nokkurs sýnilegs árangurs. Það er forkastanlegt að sjá hvernig vinnubrögð viðsemjanda hafa verið, sérstaklega í ljósi allrar þeirrar umræðu á milli aðila vinnumarkaðarins síðustu misseri um bætt vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Þessar meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila.Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun