Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 7. október 2025 08:03 Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Börn og uppeldi Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun