80 prósent verða fyrir ofbeldi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 18. október 2019 06:00 Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikinn mun á Íslandi og Evrópuþjóðunum hvað varðar öryggi þingkvenna. Í f lestum tilvikum er öryggi þeirra íslensku minna og mestur munurinn kemur fram þegar líkamlegt of beldi er skoðað. Konur sitja almennt styttra á þingi en karlar og ekki ólíklegt að þessar dökku niðurstöður eigi stóran þátt í því. Vísir/vilhelm Um 80 prósent þingkvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir karlmenn. Rannsóknin var lögð fyrir 33 konur í maí á þessu ári og var svarhlutfall 76 prósent. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag. 80 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Efnahagslegt ofbeldi er þegar konum er neitað um starfskjör eða starfsaðstöðu sem þær eiga rétt á eða ef eigur þeirra eru skemmdar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við viðamikla könnun um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóða-þingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. Sé tekið mið af samanburðinum má sjá að hlutfall kvenna sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi er hærra á Alþingi en á öðrum þjóðþingum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeld. Í Evrópu hafa 14,8 prósent orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, rúmum 9 prósentum minna en hér. Þegar litið er á efnahagslegt ofbeldi hafa rúmlega 7 prósentum fleiri íslenskar þingkonur orðið fyrir því en evrópskar. Rannsóknin felur í sér fjölda annarra þátta, til dæmis kemur þar fram að konur sitji styttra á þingi en karlar, að mikill munur sé á kjósendum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og að 63,5 prósent þingmanna séu úr efstu lögum þjóðfélagsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Um 80 prósent þingkvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir karlmenn. Rannsóknin var lögð fyrir 33 konur í maí á þessu ári og var svarhlutfall 76 prósent. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag. 80 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Efnahagslegt ofbeldi er þegar konum er neitað um starfskjör eða starfsaðstöðu sem þær eiga rétt á eða ef eigur þeirra eru skemmdar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við viðamikla könnun um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóða-þingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. Sé tekið mið af samanburðinum má sjá að hlutfall kvenna sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi er hærra á Alþingi en á öðrum þjóðþingum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeld. Í Evrópu hafa 14,8 prósent orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, rúmum 9 prósentum minna en hér. Þegar litið er á efnahagslegt ofbeldi hafa rúmlega 7 prósentum fleiri íslenskar þingkonur orðið fyrir því en evrópskar. Rannsóknin felur í sér fjölda annarra þátta, til dæmis kemur þar fram að konur sitji styttra á þingi en karlar, að mikill munur sé á kjósendum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og að 63,5 prósent þingmanna séu úr efstu lögum þjóðfélagsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira