Íslenski boltinn

„Stjarnan þarf að gera breytingar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stjörnumenn fagna marki í sumar.
Stjörnumenn fagna marki í sumar. vísir/daníel
Stjarnan lenti í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í ár og missti því af Evrópusæti en Stjörnumenn höfðu spilað í Evrópukeppni þrjú ár í röð.Stjarnan tapaði ekki nema fimm leikjum í sumar en gerði hins vegar átta jafntefli og þeir lentu í vandræðum  með efstu þrjú liðin. Þar náðu þeir í engan sigur.Í uppgjörsþætti Pepsi Max-markanna á laugardagskvöldið var farið yfir tímabilið hjá Stjörnumönnum.„Þetta sumar hefur verið smá áfalla tímabil hjá Stjörnunni. Þórarinn Ingi Valdimarsson dettur út og Guðjón Baldvinsson dettur út í tvígang. Það hefur verið smá vesen,“ sagði Logi Ólafsson.„Eitt af því sem hefur valdið því að þeir komast ekki í Evrópukeppni er að þeir vinna ekkert af efstu þremur liðunum og tapa báðum leikjunum til KA til að mynda.“Logi, sem stýrði Stjörnunni frá 2012 til 2013, segir að nú sé kominn tími á breytingar á leikmannahópnum hjá sínum gömlu lærisveinum.„Ég held að það séu einhhverjar breytingar í aðsigi í Garðabænum. Það verða ekki jafn miklir peningar þrátt fyrir að það séu miklir peningar í bæjarfélaginu.“„Að mínu mati þarf að gera breytingar hjá Stjörnunni. Þeir eru í dauðafæri til að búa til gott lið til framtíðar. Þeir eru með árganga 2003 og 2004 sem eru verulega efnilegir leikmenn.“Máni tók í sama streng og Logi. Garðbæingurinn sagði að það væri uppstokkun framundan hjá Stjörnuliðinu.„Ég held að það sé að fara eiga sér stað endurnýjun hjá Stjörnunni. Ég held að þeir séu að fara hugsa þetta upp á nýtt. Ég hef ekkert farið leynt með það að gagnrýna fótboltann sem Stjarnan hefur spilað oft á tíðum.“Allt innslagið um Stjörnuna má sjá hér að neðan.Klippa: PMM: Stjarnan

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.