Sport

Israel Adesanya rotaði Robert Whittaker í 2. lotu

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Israel Adesanya með sannfærandi sigur í nótt.
Israel Adesanya með sannfærandi sigur í nótt. Vísir/Getty
UFC 243 fór fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Israel Adesanya og Robert Whittaker mættust í aðalbardaga kvöldsins.Robert Whittaker var fyrir bardagann ríkjandi millivigtarmeistari. Vegna meiðsla og veikinda hafði hann þó ekki barist síðan í júní 2018 en í millitíðinni var Israel Adesanya gerður að bráðabirgðarmeistara.Sameina átti beltin í kvöld með viðureign þeirra. Bardaginn fór fram á Marvel leikvanginum í Melbourne fyrir framan 57.127 áhorfendur. Ástralinn Robert Whittaker fékk frábærar móttökur og Ný-Sjálendingurinn Adesanya sömuleiðis þegar hann dansaði á leið í búrið.Bardaginn byrjaði fjörlega og sótti Whittaker strax af miklum krafti. Þrátt fyrir fínar tilraunir Whittaker tókst honum ekki að lenda mörgum höggum þar sem Adesanya var með góða vörn og komst undan flestum höggunum frá Whittaker. Í blálokin á 1. lotu kýldi Adesanya meistarann niður en lotan kláraðist um leið og Whittaker féll niður.Önnur lota var svipuð og sú fyrsta þar sem Whittaker óð áfram en Adesanya sat til baka og beitti gagnárásum. Frábær vinstri krókur felldi síðan Whittaker aftur og fylgdi Adesanya því eftir með nokkrum höggum í gólfinu þar til dómarinn stöðvaði bardagann eftir 3:33 í 2. lotu.Frábær frammistaða hjá Adesanya og er hann nú óumdeilanlegur millivigtarmeistari UFC. Upprisa Adesanya í UFC hefur verið með ólíkindum en hann barðist sinn fyrsta bardaga í UFC í febrúar 2018. Síðan þá hefur hann unnið alla sjö bardaga sína í UFC og er nú millivigtarmeistari UFC. Adesanya er 18-0 á ferli sínum í MMA með 14 sigra eftir rothögg.UFC bardagamaðurinn Paulo Costa var meðal áhorfenda og áttu hann og Adesanya í orðaskiptum eftir bardagann. Adesanya mun að öllum líkindum mæta Costa á næstunni fyrir hans fyrstu titilvörn.Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

Tengd skjöl

MMA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.