Israel Adesanya rotaði Robert Whittaker í 2. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. október 2019 05:54 Israel Adesanya með sannfærandi sigur í nótt. Vísir/Getty UFC 243 fór fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Israel Adesanya og Robert Whittaker mættust í aðalbardaga kvöldsins. Robert Whittaker var fyrir bardagann ríkjandi millivigtarmeistari. Vegna meiðsla og veikinda hafði hann þó ekki barist síðan í júní 2018 en í millitíðinni var Israel Adesanya gerður að bráðabirgðarmeistara. Sameina átti beltin í kvöld með viðureign þeirra. Bardaginn fór fram á Marvel leikvanginum í Melbourne fyrir framan 57.127 áhorfendur. Ástralinn Robert Whittaker fékk frábærar móttökur og Ný-Sjálendingurinn Adesanya sömuleiðis þegar hann dansaði á leið í búrið. Bardaginn byrjaði fjörlega og sótti Whittaker strax af miklum krafti. Þrátt fyrir fínar tilraunir Whittaker tókst honum ekki að lenda mörgum höggum þar sem Adesanya var með góða vörn og komst undan flestum höggunum frá Whittaker. Í blálokin á 1. lotu kýldi Adesanya meistarann niður en lotan kláraðist um leið og Whittaker féll niður. Önnur lota var svipuð og sú fyrsta þar sem Whittaker óð áfram en Adesanya sat til baka og beitti gagnárásum. Frábær vinstri krókur felldi síðan Whittaker aftur og fylgdi Adesanya því eftir með nokkrum höggum í gólfinu þar til dómarinn stöðvaði bardagann eftir 3:33 í 2. lotu. Frábær frammistaða hjá Adesanya og er hann nú óumdeilanlegur millivigtarmeistari UFC. Upprisa Adesanya í UFC hefur verið með ólíkindum en hann barðist sinn fyrsta bardaga í UFC í febrúar 2018. Síðan þá hefur hann unnið alla sjö bardaga sína í UFC og er nú millivigtarmeistari UFC. Adesanya er 18-0 á ferli sínum í MMA með 14 sigra eftir rothögg. UFC bardagamaðurinn Paulo Costa var meðal áhorfenda og áttu hann og Adesanya í orðaskiptum eftir bardagann. Adesanya mun að öllum líkindum mæta Costa á næstunni fyrir hans fyrstu titilvörn. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. 5. október 2019 08:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
UFC 243 fór fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Israel Adesanya og Robert Whittaker mættust í aðalbardaga kvöldsins. Robert Whittaker var fyrir bardagann ríkjandi millivigtarmeistari. Vegna meiðsla og veikinda hafði hann þó ekki barist síðan í júní 2018 en í millitíðinni var Israel Adesanya gerður að bráðabirgðarmeistara. Sameina átti beltin í kvöld með viðureign þeirra. Bardaginn fór fram á Marvel leikvanginum í Melbourne fyrir framan 57.127 áhorfendur. Ástralinn Robert Whittaker fékk frábærar móttökur og Ný-Sjálendingurinn Adesanya sömuleiðis þegar hann dansaði á leið í búrið. Bardaginn byrjaði fjörlega og sótti Whittaker strax af miklum krafti. Þrátt fyrir fínar tilraunir Whittaker tókst honum ekki að lenda mörgum höggum þar sem Adesanya var með góða vörn og komst undan flestum höggunum frá Whittaker. Í blálokin á 1. lotu kýldi Adesanya meistarann niður en lotan kláraðist um leið og Whittaker féll niður. Önnur lota var svipuð og sú fyrsta þar sem Whittaker óð áfram en Adesanya sat til baka og beitti gagnárásum. Frábær vinstri krókur felldi síðan Whittaker aftur og fylgdi Adesanya því eftir með nokkrum höggum í gólfinu þar til dómarinn stöðvaði bardagann eftir 3:33 í 2. lotu. Frábær frammistaða hjá Adesanya og er hann nú óumdeilanlegur millivigtarmeistari UFC. Upprisa Adesanya í UFC hefur verið með ólíkindum en hann barðist sinn fyrsta bardaga í UFC í febrúar 2018. Síðan þá hefur hann unnið alla sjö bardaga sína í UFC og er nú millivigtarmeistari UFC. Adesanya er 18-0 á ferli sínum í MMA með 14 sigra eftir rothögg. UFC bardagamaðurinn Paulo Costa var meðal áhorfenda og áttu hann og Adesanya í orðaskiptum eftir bardagann. Adesanya mun að öllum líkindum mæta Costa á næstunni fyrir hans fyrstu titilvörn. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. 5. október 2019 08:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. 5. október 2019 08:00