Ótækt að læknar geti ekki samið um laun Ari Brynjólfsson skrifar 7. október 2019 06:15 Reynir Arngrímsson er formaður Læknafélags Íslands. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafé-lags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það. „Grunnurinn í kerfinu er gallaður og hefur ekki verið lagaður við svokallaða aðlögun. Það kom fram við frumprófun, Landspítalinn hefur viðurkennt það. Kerfið ber þess augljós merki að enginn læknir hafi komið nálægt því. Sem dæmi, sérfræðilæknir með langa menntun að baki er metinn eins og hann sé með minni menntun en einhver með doktorspróf á öðru sviði,“ segir Reynir. Telur hann hættu á því að þar sem kerfið verði til frambúðar verði það notað til launaviðmiðunar í stofnanasamningum. „Það er ótækt að læknar fari inn í slíkt með skekkt virði okkar starfa og við getum ekki samið um okkar kaup, heldur sé það ákvarðað af mannauðsskrifstofu og vottunaraðila úti í bæ.“ Hafi hann talað fyrir innleiðingu annarra kerfa, sem aðrar heilbrigðisstofnanir séu að innleiða, en talað fyrir daufum eyrum. Varðandi kostnaðinn við kerfið segir Reynir það geta hlaupið á allt að hundrað milljónum króna. Miðar hann þá við vinnustundir sem fara í kerfið sjálft, við það megi svo bæta vinnutapi heilbrigðisstarfsfólks við að mæta á fundi og vinnuhópa vegna þess. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafé-lags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það. „Grunnurinn í kerfinu er gallaður og hefur ekki verið lagaður við svokallaða aðlögun. Það kom fram við frumprófun, Landspítalinn hefur viðurkennt það. Kerfið ber þess augljós merki að enginn læknir hafi komið nálægt því. Sem dæmi, sérfræðilæknir með langa menntun að baki er metinn eins og hann sé með minni menntun en einhver með doktorspróf á öðru sviði,“ segir Reynir. Telur hann hættu á því að þar sem kerfið verði til frambúðar verði það notað til launaviðmiðunar í stofnanasamningum. „Það er ótækt að læknar fari inn í slíkt með skekkt virði okkar starfa og við getum ekki samið um okkar kaup, heldur sé það ákvarðað af mannauðsskrifstofu og vottunaraðila úti í bæ.“ Hafi hann talað fyrir innleiðingu annarra kerfa, sem aðrar heilbrigðisstofnanir séu að innleiða, en talað fyrir daufum eyrum. Varðandi kostnaðinn við kerfið segir Reynir það geta hlaupið á allt að hundrað milljónum króna. Miðar hann þá við vinnustundir sem fara í kerfið sjálft, við það megi svo bæta vinnutapi heilbrigðisstarfsfólks við að mæta á fundi og vinnuhópa vegna þess.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent