Innlent

Koma þurfti þremur göngu­mönnum til að­stoðar í Gler­ár­dal í gær

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Súlur tróna yfir Akureyrarbæ.
Súlur tróna yfir Akureyrarbæ. Vísir/vilhelm
Aðstoða þurfti þrjá göngumenn seint í gærkvöldi sem höfðu villst af braut í Glerárdal inn af Akureyri. Beiðni um aðstoð barst um klukkan hálf níu í gærkvöldi og gengu menn frá Björgunarsveitinni Súlum á móti fólkinu. Þetta segir talsmaður lögreglunnar á Akureyri í samtali við fréttastofu Vísis.

Fólkið var orðið kalt og blautt en þoku hafði lagt yfir fjallgarðinn og villtist fólkið í þokunni. Það hafði gengið að Súlum, sem er vinsæl gönguleið, en gengið illa að komast til baka. Fólkið var þó í góðu símasambandi alla leiðina og var björgunarsveit í stöðugu sambandi við það svo ekki var mikil hætta á ferð.

Fólkið fannst af björgunarsveitarmönnum rétt fyrir klukkan ellefu og var það komið til byggða um hálf tólf. Þeim varð ekki meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×