Innlent

Líkið á Sprengi­sands­leið var af tékk­neskum ferða­manni

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var einn á ferð á hjóli sínu.
Maðurinn var einn á ferð á hjóli sínu.
Maðurinn sem fannst látinn norðan Vatnsfells á Sprengisandsleið á föstudag var tékkneskur ferðamaður. Þetta kemur fram á tilkynningu á vef lögreglunnar.

Segir að um karlmann hafi verið að ræða, fæddan árið 1975.

„Hann var einn á ferð á hjóli sínu og var aðstandendum hans tilkynnt um málið með aðstoð ræðismanns Tékklands sama dag.

Krufning er áætluð á morgun en eins og fram hefur komið eru ekki vísendingar um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Maðurinn hafði farið á hjóli sínu víða um Vestur- og Norðurland ásamt þekktum hálendisleiðum og var á leið úr Öskju um Sprengisand í Landmannalaugar,“ segir í tilkynningunni.

Vegfarandi kom að líkinu um miðjan dag síðastliðinn föstudag og tilkynnti málið til lögreglu.


Tengdar fréttir

Líkfundur við Vatnsfell

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú líkfund eftir að vegfarandi um Sprengisandsleið kom að látnum manni utan vegar skammt norðan við Vatnsfell um 11:30 í gærdag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.