Sport

Allir dómararnir dæmdu bardaga Gunnars og Burns eins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Burns fagnar eftir að dómaraúrskurðurinn var kveðinn upp.
Burns fagnar eftir að dómaraúrskurðurinn var kveðinn upp. vísir/getty
Allir þrír dómararnir dæmdu bardaga Gunnars Nelson og Gilberts Burns í Kaupmannahöfn í gær eins.

Þeir voru sammála um að Gunnar hefði unnið fyrstu lotuna. Að þeirra mati náði Burns að snúa taflinu við í annarri lotunni.

Þriðja lotan var því úrslitalota. Allir dómararnir voru sammála um að Burns hefði unnið hana og þar með bardagann.

Svo virðist sem fellan hjá Burns í þriðju lotu hafi haft úrslitaáhrif. Sjálfur sagðist Burns vitað að hann myndi vinna er hann náði fellunni.

Burns hefur unnið fjóra bardaga í röð á meðan Gunnar hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns

Brasilíumaðurinn Gilbert Burns sigraði Gunnar Nelson á bardagakvöldi UFC í Kaupmannahöfn. Eftir þrjár lotur gáfu allir þrír dómarar bardagans Burns 29 stig og Gunna 28.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.