Körfubolti

Versti árangur Bandaríkjanna frá upphafi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Donovan Mitchell og Gregg Popovich ræða málin.
Donovan Mitchell og Gregg Popovich ræða málin. Vísir/Getty
Bandaríkin unnu öruggan 13 stiga sigur á Póllandi til að tryggja sér 7. sætið á HM í körfubolta sem fer nú fram í Kína. Er það slakasti árangur Bandaríkjanna á HM í körfubolta frá upphafi. 

Fyrir mót var talið að Bandaríkjamenn væru að gera lítið úr HM með því að mæta með hálfgert C-lið til keppni en engin af stjörnum deildarinnar fyrir utan mögulega Donovan Mitchell mætti til leiks. Mitchell er þó enginn LeBron James, Kyrie Irving, James Harden eða Kawhi Leonard. Allir ákváðu þeir að sitja eftir heima. 

Fór það því svo að Bandaríkin töpuðu sanngjarnt fyrir bæði Frökkum og Serbum og spiluðu á endanum um 7. sætið gegn Póllandi. Fyrir mótið í ár var versti árangur liðsins 6. sæti á HM 2002. 

Alls hafa Bandaríkin unnið HM fimm sinnum, þrisvar nælt í silfur og fjórum sinnum brons. Reikna margir með að stolt Bandaríkjanna sé það sært eftir úrslitin í Kína að þeir mæti með sitt sterkasta lið á Ólympíuleikana næsta sumar. 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×