Körfubolti

Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í 13 ár en eru búnir að tapa tveimur leikjum á jafn mörgum dögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serbar byrjuðu leikinn af miklum krafti og 25 stigum yfir eftir 1. leikhluta, 32-7.
Serbar byrjuðu leikinn af miklum krafti og 25 stigum yfir eftir 1. leikhluta, 32-7. vísir/getty
Eftir að hafa ekki tapað keppnisleik í 13 ár hefur bandaríska karlalandsliðið í körfubolta tapað tveimur leikjum á jafn mörgum dögum.

Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi, 79-89, í 8-liða úrslitum á HM í Kína í gær. Í dag tapaði bandaríska liðið svo fyrir því serbneska, 94-89, í leik um réttinn um að fá að spila um 5. sæti mótsins.

Bandaríkjamenn byrjuðu leikinn skelfilega og lentu strax 11-2 undir. Að 1. leikhluta loknum voru Serbar 25 stigum yfir, 32-7.

Bandaríska liðið tók sig taki í 2. leikhlutanum sem það vann, 33-12. Staðan í hálfleik var 44-40, Serbíu í vil.

Serbar voru alltaf feti framar í seinni hálfleik og unnu á endanum fimm stiga sigur, 94-89.

Harrison Barnes skoraði 22 stig fyrir Bandaríkin og Kemba Walker var með 18 stig og átta stoðsendingar.

Bogdan Bogdanovic var stigahæstur Serba með 28 stig. Vladimir Lucic skoraði 15 stig.

Pólland og Tékkland mætast seinna í dag. Sigurliðið mætir Serbíu í leiknum um 5. sætið en tapliðið Bandaríkjunum í leiknum um 7. sætið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.