Körfubolti

Bandaríkin unnu Pólland og enduðu í 7. sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Donovan Mitchell í leik dagsins.
Donovan Mitchell í leik dagsins. Vísir/Getty

Eftir tvö svekkjandi töp þá voru Bandaríkjamenn mun sterkari aðilinn í þessum leik og unnu á endanum mjög sannfærandi sigur. 

Þeir voru 14 stigum yfir eftir 1. leikhluta og samtals 17 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 47-30. Pólverjar bitu frá sér í þeim síðari á sama tíma og Bandaríkjamenn slökuðu all verulega á klónni. Var muninn kominn niður í átta stig áður en 4. leikhluti hófst.

Nær komust þeir hins vegar ekki og fór það svo að Bandaríkin unnu á endanum sannfærandi 13 stiga sigur, loktölur 87-74. 

Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz í NBA-deildinni, var stigahæstur í bandaríska liðinu með 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir komu Joe Harris með 14 stig og Khris Middleton með 13 stig. Hjá Póllandi var Mateusz Ponitka stigahæstur með 18 stig.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.