Körfubolti

Bandaríkin unnu Pólland og enduðu í 7. sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Donovan Mitchell í leik dagsins.
Donovan Mitchell í leik dagsins. Vísir/Getty
Eftir tvö svekkjandi töp þá voru Bandaríkjamenn mun sterkari aðilinn í þessum leik og unnu á endanum mjög sannfærandi sigur. 

Þeir voru 14 stigum yfir eftir 1. leikhluta og samtals 17 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 47-30. Pólverjar bitu frá sér í þeim síðari á sama tíma og Bandaríkjamenn slökuðu all verulega á klónni. Var muninn kominn niður í átta stig áður en 4. leikhluti hófst.

Nær komust þeir hins vegar ekki og fór það svo að Bandaríkin unnu á endanum sannfærandi 13 stiga sigur, loktölur 87-74. 

Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz í NBA-deildinni, var stigahæstur í bandaríska liðinu með 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir komu Joe Harris með 14 stig og Khris Middleton með 13 stig. Hjá Póllandi var Mateusz Ponitka stigahæstur með 18 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×