Innlent

Fjar­lægðu mið­stöð úr bíla­leigu­bíl

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögregla rannsakar nú málið.
Lögregla rannsakar nú málið. Vísir/Vilhelm
Bifreið sem stolið var af bílaleigu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir nokkrum dögum fannst á malarplani á Ásbrú í vikunni, er fram kemur í tilkynningu frá lögregluembættinu. Búið var að fjarlægja afturljós, framljós og grill, mælaborð, miðstöð, snertiskjá, og útvarp úr bílnum þegar hann fannst.Lögregla rannsakar nú málið en ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.