Innlent

Ölvaður og tekinn í þriðja skipti frá því að hann var sviptur ævi­langt

Atli Ísleifsson skrifar
Ökumaðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt.
Ökumaðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt. vísir/vilhelm
Lögregla á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni sem var ölvaður undir stýri. Jafnframt kom í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt og var þetta í það minnsta í þriðja skipti sem hann hafði verið stöðvaður frá því að hann var sviptur.Í tilkynningu frá lögreglunni segir að annar ökumaður sem tekinn var fyrir hraðakstur hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefna.Þá segir að síðastliðinn föstudag hafi verið tilkynnt um innbrot í húsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. „Virðist sá eða þeir óboðnu gestir sem þar voru á ferð hafa komist inn um baðherbergisglugga. Húsráðandi hafði verið fjarverandi um nokkurra daga skeið en þegar hann kom heim sá hann ummerkin og sá að ýmislegt hafði verið tekið. Þar á meðal var áfengi, sígarettur, lyf og á þriðja tug þúsunda í reiðufé. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki,“ segir í tilkynningunni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.