300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á vakt á fyrsta heimaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 23:30 Stuðningsmenn Buffalo Bills liðsins eru líflegir. Getty/ Brett Carlsen Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019 Bandaríkin NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019
Bandaríkin NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira