Sport

Verður Carli Lloyd fyrsta konan í NFL-deildinni? | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carli Lloyd fagnar heimsmeistaratitli í knattspyrnu í sumar.
Carli Lloyd fagnar heimsmeistaratitli í knattspyrnu í sumar. vísir/getty
Bandaríska landsliðskonan í knattspyrnu, Carli Lloyd, mætti á æfingu hjá NFL-liðinu Philadelphia Eagles í fyrradag og sýndi þar að hún gæti vel orðið sparkari í NFL-deildinni.

Fyrst reyndi hún sig við 40 jarda spark og það var eins og að drekka vatn fyrir hana. Þá var ákveðið að reyna við 55 jarda spark sem er verulega mikil áskorun. Líka fyrir sparkara deildarinnar.

Lloyd var ekkert í neinum vandræðum með þetta, dreif 55 jarda og það þess utan alveg þráðbeint. Mögnuð. Lengsta spark í sögu NFL-deildarinnar er 64 jardar. Aðeins 20 sinnum hefur verið sparkað yfir 60 jarda sem segir mikið um hversu gott spark þetta var hjá Lloyd.

Kona hefur ekki enn náð að spila í deildinni en sumir sparkspekingar vestra segja að sum félög í deildinni ættu alvarlega að íhuga að gefa sparkara eins og Lloyd tækifæri.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×