Sport

Conor segist ekki vera hættur: Vill annan bardaga gegn Khabib

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Við fáum kannski annan bardaga hjá Conor og Khabib.
Við fáum kannski annan bardaga hjá Conor og Khabib. vísir/getty
Írinn Conor McGregor sagðist vera hættur í MMA í mars en í viðtali við ESPN í gær boðaði hann endurkomu sína í búrið.„Ég vil vinna beltið mitt aftur og ná fram hefndum gegn Khabib. Æfingabúðirnar voru ekki eins og þær eiga að vera. Í bardaganum hljóp Khabib í burtu alla fyrstu lotuna og reyndi ekki eitt einasta högg,“ sagði Conor við Ariel Helwani og sagði Khabib hafa verið heppinn með þessu eina höggi sem náði að fella Írann.„Ég vil helst ná fram hefndum en ég ætla ekki að bíða endalaust eftir því tækifæri. Þá er ég opinn fyrir ýmsu. Ég er klár í hvað sem er. Dustin Poirier, Nate Diaz eða Jorge Masvidal. Svo eru líka Tony Ferguson, Max Holloway, Justin Gaethje eða Jose Aldo. Það eru svo mörg belti í boði fyrir mig. Annars skiptir andstæðingurinn ekki máli. Það skiptir máli að ég komi aftur í búrið og verði sá sem ég er.“

Conor viðurkennir að hafa farið út af sporinu í lífinu síðustu misseri og hann þurfi á því að halda að komast aftur í búrið til þess að enduruppgötva sjálfan sig og ávinna sér aftur virðingu fólks.„Það er margt sem gerist á bak við tjöldin og þá þarf maður að taka skref til baka. Ég held samt að ég muni aldrei geta hætt. Ég mun berjast þar til ég dey,“ sagði Conor en mun hann berjast á þessu ári?„Það er líklegt að ég berjist á þessu ári. Við ættum að geta komið því við.“Hér má sjá meira af viðtalinu og sömuleiðis viðtal við Helwani um Conor í SportsCenter.

Tengd skjöl

MMA

Tengdar fréttir

Conor: Verð að axla ábyrgð á gjörðum mínum

Írski bardagakappinn Conor McGregor mætti óvænt í viðtal hjá Ariel Helwani á ESPN í gær þar sem hann ræddi meðal annars um atvikið þar sem hann kýldi eldri mann á bar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.