Nýtum tíma okkar betur Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. ágúst 2019 07:45 Læknir á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á 7. áratug síðustu aldar lýsti muninum á Íslendingum og Dönum með eftirfarandi dæmisögu: Þegar Dani vaknar eftir aðgerð er það fyrsta sem hann segir: „Hvenær þarf ég að fara vinna?“ Íslendingur sem vaknar eftir aðgerð spyr hins vegar: „Hvenær má ég fara að vinna?“ Kannski höfum við á þeim tíma sem liðinn er nálgast frændur okkar þegar kemur að viðhorfi til vinnunnar. Hér ólust kynslóðir eftir kynslóðir upp við það að vinnan væri hin mesta dyggð og algengt að fólk væri í fleiri en einni vinnu. Þessi viðhorf voru auðvitað skiljanleg í ljósi aðstæðna. Hinar sögulegu undirstöðuatvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, kölluðu oft á allar hendur á dekk til að bjarga verðmætum. Það eimir enn eftir af gömlum viðhorfum til vinnunnar og þess vegna var það fagnaðarefni að við gerð lífskjarasamnings í vor náðust áfangar um styttingu vinnuvikunnar þótt ganga hefði mátt enn lengra. Danir hafa haft 37 stunda vinnuviku frá 1990 og í opinberri umræðu heyrast jafnvel raddir sem vilja fá 30 stunda vinnuviku. Alþjóðlegar rannsóknir benda einnig til þess að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það komi niður á framleiðni. Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar 2015. Eftir því sem á leið verkefnið og ljóst var að reynslan var góð var þátttakendum fjölgað. Þannig hefur rúmlega fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar unnið styttri vinnuviku undanfarið eitt og hálft ár. Verkefninu mun hins vegar ljúka um næstu mánaðamót og ljóst að mikil pressa verður sett á borgaryfirvöld í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna varanlega. Það er erfitt að taka slík réttindi af fólki sem kynnst hefur kostum þeirra. Reynsla af tilraunaverkefnum sem ráðist hefur verið í hefur verið afar jákvæð. Starfsfólk er ánægðara í vinnunni og andleg og líkamleg líðan betri en áður. Aðalatriðið er hins vegar að fólk hefur meiri tíma til samvista með fjölskyldunni. Opinberu félögin sem nú standa í sínum kjaraviðræðum hafa lagt mikla áherslu á þessi málefni. Það er ekki hægt að ræða um styttingu vinnuvikunnar án þess að tengja viðfangsefnið þeim áskorunum sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér varðandi framtíð vinnunnar. Sérfræðingar eru sammála um að ýmis störf muni hverfa, mörg breytast og enn fleiri ný verða til með meiri sjálfvirknivæðingu. Framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sagði í samtali við Fréttablaðið í vor að hann óttaðist ekki að viðvarandi skortur yrði á störfum í framtíðinni. Hins vegar þurfi aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að undirbúa jarðveginn. Framtíðin bíði ekki eftir því að gerast heldur þurfum við að móta hana. Það er afar mikilvægt að þau tækifæri sem felast í fjórðu iðnbyltingunni verði nýtt með hagsmuni almennings í huga. Styttri og sveigjanlegri vinnutími gegnir þar lykilhlutverki. Kjaraviðræðurnar á opinbera markaðnum eru prófsteinn á vilja stjórnvalda til að stíga alvöru skref í átt að vinnumarkaði framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Danmörk Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Læknir á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á 7. áratug síðustu aldar lýsti muninum á Íslendingum og Dönum með eftirfarandi dæmisögu: Þegar Dani vaknar eftir aðgerð er það fyrsta sem hann segir: „Hvenær þarf ég að fara vinna?“ Íslendingur sem vaknar eftir aðgerð spyr hins vegar: „Hvenær má ég fara að vinna?“ Kannski höfum við á þeim tíma sem liðinn er nálgast frændur okkar þegar kemur að viðhorfi til vinnunnar. Hér ólust kynslóðir eftir kynslóðir upp við það að vinnan væri hin mesta dyggð og algengt að fólk væri í fleiri en einni vinnu. Þessi viðhorf voru auðvitað skiljanleg í ljósi aðstæðna. Hinar sögulegu undirstöðuatvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, kölluðu oft á allar hendur á dekk til að bjarga verðmætum. Það eimir enn eftir af gömlum viðhorfum til vinnunnar og þess vegna var það fagnaðarefni að við gerð lífskjarasamnings í vor náðust áfangar um styttingu vinnuvikunnar þótt ganga hefði mátt enn lengra. Danir hafa haft 37 stunda vinnuviku frá 1990 og í opinberri umræðu heyrast jafnvel raddir sem vilja fá 30 stunda vinnuviku. Alþjóðlegar rannsóknir benda einnig til þess að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það komi niður á framleiðni. Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar 2015. Eftir því sem á leið verkefnið og ljóst var að reynslan var góð var þátttakendum fjölgað. Þannig hefur rúmlega fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar unnið styttri vinnuviku undanfarið eitt og hálft ár. Verkefninu mun hins vegar ljúka um næstu mánaðamót og ljóst að mikil pressa verður sett á borgaryfirvöld í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna varanlega. Það er erfitt að taka slík réttindi af fólki sem kynnst hefur kostum þeirra. Reynsla af tilraunaverkefnum sem ráðist hefur verið í hefur verið afar jákvæð. Starfsfólk er ánægðara í vinnunni og andleg og líkamleg líðan betri en áður. Aðalatriðið er hins vegar að fólk hefur meiri tíma til samvista með fjölskyldunni. Opinberu félögin sem nú standa í sínum kjaraviðræðum hafa lagt mikla áherslu á þessi málefni. Það er ekki hægt að ræða um styttingu vinnuvikunnar án þess að tengja viðfangsefnið þeim áskorunum sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér varðandi framtíð vinnunnar. Sérfræðingar eru sammála um að ýmis störf muni hverfa, mörg breytast og enn fleiri ný verða til með meiri sjálfvirknivæðingu. Framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sagði í samtali við Fréttablaðið í vor að hann óttaðist ekki að viðvarandi skortur yrði á störfum í framtíðinni. Hins vegar þurfi aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að undirbúa jarðveginn. Framtíðin bíði ekki eftir því að gerast heldur þurfum við að móta hana. Það er afar mikilvægt að þau tækifæri sem felast í fjórðu iðnbyltingunni verði nýtt með hagsmuni almennings í huga. Styttri og sveigjanlegri vinnutími gegnir þar lykilhlutverki. Kjaraviðræðurnar á opinbera markaðnum eru prófsteinn á vilja stjórnvalda til að stíga alvöru skref í átt að vinnumarkaði framtíðarinnar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun