Nýtum tíma okkar betur Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. ágúst 2019 07:45 Læknir á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á 7. áratug síðustu aldar lýsti muninum á Íslendingum og Dönum með eftirfarandi dæmisögu: Þegar Dani vaknar eftir aðgerð er það fyrsta sem hann segir: „Hvenær þarf ég að fara vinna?“ Íslendingur sem vaknar eftir aðgerð spyr hins vegar: „Hvenær má ég fara að vinna?“ Kannski höfum við á þeim tíma sem liðinn er nálgast frændur okkar þegar kemur að viðhorfi til vinnunnar. Hér ólust kynslóðir eftir kynslóðir upp við það að vinnan væri hin mesta dyggð og algengt að fólk væri í fleiri en einni vinnu. Þessi viðhorf voru auðvitað skiljanleg í ljósi aðstæðna. Hinar sögulegu undirstöðuatvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, kölluðu oft á allar hendur á dekk til að bjarga verðmætum. Það eimir enn eftir af gömlum viðhorfum til vinnunnar og þess vegna var það fagnaðarefni að við gerð lífskjarasamnings í vor náðust áfangar um styttingu vinnuvikunnar þótt ganga hefði mátt enn lengra. Danir hafa haft 37 stunda vinnuviku frá 1990 og í opinberri umræðu heyrast jafnvel raddir sem vilja fá 30 stunda vinnuviku. Alþjóðlegar rannsóknir benda einnig til þess að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það komi niður á framleiðni. Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar 2015. Eftir því sem á leið verkefnið og ljóst var að reynslan var góð var þátttakendum fjölgað. Þannig hefur rúmlega fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar unnið styttri vinnuviku undanfarið eitt og hálft ár. Verkefninu mun hins vegar ljúka um næstu mánaðamót og ljóst að mikil pressa verður sett á borgaryfirvöld í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna varanlega. Það er erfitt að taka slík réttindi af fólki sem kynnst hefur kostum þeirra. Reynsla af tilraunaverkefnum sem ráðist hefur verið í hefur verið afar jákvæð. Starfsfólk er ánægðara í vinnunni og andleg og líkamleg líðan betri en áður. Aðalatriðið er hins vegar að fólk hefur meiri tíma til samvista með fjölskyldunni. Opinberu félögin sem nú standa í sínum kjaraviðræðum hafa lagt mikla áherslu á þessi málefni. Það er ekki hægt að ræða um styttingu vinnuvikunnar án þess að tengja viðfangsefnið þeim áskorunum sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér varðandi framtíð vinnunnar. Sérfræðingar eru sammála um að ýmis störf muni hverfa, mörg breytast og enn fleiri ný verða til með meiri sjálfvirknivæðingu. Framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sagði í samtali við Fréttablaðið í vor að hann óttaðist ekki að viðvarandi skortur yrði á störfum í framtíðinni. Hins vegar þurfi aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að undirbúa jarðveginn. Framtíðin bíði ekki eftir því að gerast heldur þurfum við að móta hana. Það er afar mikilvægt að þau tækifæri sem felast í fjórðu iðnbyltingunni verði nýtt með hagsmuni almennings í huga. Styttri og sveigjanlegri vinnutími gegnir þar lykilhlutverki. Kjaraviðræðurnar á opinbera markaðnum eru prófsteinn á vilja stjórnvalda til að stíga alvöru skref í átt að vinnumarkaði framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Danmörk Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Læknir á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á 7. áratug síðustu aldar lýsti muninum á Íslendingum og Dönum með eftirfarandi dæmisögu: Þegar Dani vaknar eftir aðgerð er það fyrsta sem hann segir: „Hvenær þarf ég að fara vinna?“ Íslendingur sem vaknar eftir aðgerð spyr hins vegar: „Hvenær má ég fara að vinna?“ Kannski höfum við á þeim tíma sem liðinn er nálgast frændur okkar þegar kemur að viðhorfi til vinnunnar. Hér ólust kynslóðir eftir kynslóðir upp við það að vinnan væri hin mesta dyggð og algengt að fólk væri í fleiri en einni vinnu. Þessi viðhorf voru auðvitað skiljanleg í ljósi aðstæðna. Hinar sögulegu undirstöðuatvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, kölluðu oft á allar hendur á dekk til að bjarga verðmætum. Það eimir enn eftir af gömlum viðhorfum til vinnunnar og þess vegna var það fagnaðarefni að við gerð lífskjarasamnings í vor náðust áfangar um styttingu vinnuvikunnar þótt ganga hefði mátt enn lengra. Danir hafa haft 37 stunda vinnuviku frá 1990 og í opinberri umræðu heyrast jafnvel raddir sem vilja fá 30 stunda vinnuviku. Alþjóðlegar rannsóknir benda einnig til þess að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það komi niður á framleiðni. Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar 2015. Eftir því sem á leið verkefnið og ljóst var að reynslan var góð var þátttakendum fjölgað. Þannig hefur rúmlega fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar unnið styttri vinnuviku undanfarið eitt og hálft ár. Verkefninu mun hins vegar ljúka um næstu mánaðamót og ljóst að mikil pressa verður sett á borgaryfirvöld í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna varanlega. Það er erfitt að taka slík réttindi af fólki sem kynnst hefur kostum þeirra. Reynsla af tilraunaverkefnum sem ráðist hefur verið í hefur verið afar jákvæð. Starfsfólk er ánægðara í vinnunni og andleg og líkamleg líðan betri en áður. Aðalatriðið er hins vegar að fólk hefur meiri tíma til samvista með fjölskyldunni. Opinberu félögin sem nú standa í sínum kjaraviðræðum hafa lagt mikla áherslu á þessi málefni. Það er ekki hægt að ræða um styttingu vinnuvikunnar án þess að tengja viðfangsefnið þeim áskorunum sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér varðandi framtíð vinnunnar. Sérfræðingar eru sammála um að ýmis störf muni hverfa, mörg breytast og enn fleiri ný verða til með meiri sjálfvirknivæðingu. Framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sagði í samtali við Fréttablaðið í vor að hann óttaðist ekki að viðvarandi skortur yrði á störfum í framtíðinni. Hins vegar þurfi aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að undirbúa jarðveginn. Framtíðin bíði ekki eftir því að gerast heldur þurfum við að móta hana. Það er afar mikilvægt að þau tækifæri sem felast í fjórðu iðnbyltingunni verði nýtt með hagsmuni almennings í huga. Styttri og sveigjanlegri vinnutími gegnir þar lykilhlutverki. Kjaraviðræðurnar á opinbera markaðnum eru prófsteinn á vilja stjórnvalda til að stíga alvöru skref í átt að vinnumarkaði framtíðarinnar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun