„Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 14:33 Ferðaþjónustan finnur fyrir áhrifunum af falli WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum. Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31