Martin: Aldrei gert þetta í Höllinni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. ágúst 2019 16:04 Martin skorar sigurkörfu leiksins. vísir/bára Martin Hermannson og íslenska körfuboltalandsliðið vann Sviss í dag, 83-82, í undankeppni EM 2021. Martin steig upp í lok leiksins þegar Ísland þurfti á körfum að halda og setti niður tvö stórkostleg skot á ögurstundu. „Já, maður hefur sett mörg góð skot á ferlinum en ég hef aldrei gert það í Laugardalshöllinni, svo það er virkilega sætt að það hafi tekist,“ sagði Martin Hermannson um skotið í samtali við Vísi eftir leikinn. Skotið sem Martin sem setti niður með 20 sekúndur eftir var ekki endilega eins og það er kennt á æfingum. Það fór samt ofaní sem er það sem skiptir máli. „Já, ég sá að ég var með lítinn mann á mér þannig ég réðst bara á hann og setti létt "hook" skot yfir hann,“ sagði Martin fyrst í gríni. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki alveg hvað ég ætlaði að gera þarna, ég var kominn í frekar erfiða stöðu og skotklukkan að renna út þannig ég ákvað að kasta honum upp og blessunarlega datt það. „Svisslendingarnir eru flott landslið og fá auka sjálfstraust með Capela inn á vellinum, maður sér að þetta er allt annað lið en við mættum fyrir tveimur árum. Leikplanið í dag gekk kannski ekki fullkomlega upp, við ætluðum að leyfa ákveðnum mönnum að skjóta og þeir ákváðu að hitta í dag, sem gerði okkur erfitt fyrir. En þetta var ekkert fullkominn leikur að okkar hálfu, en við erum klárlega að taka skref í rétta átt og það er styrkleiki að geta klárað svona leiki,“ sagði Martin.Martin skoraði 16 stig í leiknum.vísir/báraLokasóknirnar voru ekki endilega eins og þær hafi komið beint af æfingasvæðinu en þær heppnuðust hinsvegar. Planið var kannski aðallega bara að Martin fengi að skapa sitt skot. „Já, leikplanið var annað hvort að ég ætti að koma á hindrunina og fara á körfuna og sjá hvort ég væri opinn, ef ekki þá átti ég að koma til baka og fá hann og bara reyna að gera einhverja töfra. Það heppnaðist vel, ég hef æfi þetta skot oft svona þar sem ég að detta aðeins í burtu og mér líður vel í skoti. Mér leið ekkert ofsalega vel í dag. Ég er að allur að drepast í öklunum og svaf eiginlega ekkert í nótt, með eitthvað í maganum. En ég náði allavega að bjarga andlitinu í lokin.“ Núna er undankeppnin hálfnuð og Ísland er ennþá í bullandi séns þrátt fyrir svekkjandi tap í Portúgal. „Já algjörlega. Við sjáum það alvega að það geta öll lið unnið alla í þessum riðli og mér finnst við vera sterkara lið en Portúgal svo það er skyldusigur á laugardaginn, að taka þá heima,“ sagði Martin. Það yrði þá úrslitaleikur að fara til Sviss og klára þá þar, sem verður erfitt, en ég hef alveg trú á að þessi hópur geti gert það.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Martin Hermannson og íslenska körfuboltalandsliðið vann Sviss í dag, 83-82, í undankeppni EM 2021. Martin steig upp í lok leiksins þegar Ísland þurfti á körfum að halda og setti niður tvö stórkostleg skot á ögurstundu. „Já, maður hefur sett mörg góð skot á ferlinum en ég hef aldrei gert það í Laugardalshöllinni, svo það er virkilega sætt að það hafi tekist,“ sagði Martin Hermannson um skotið í samtali við Vísi eftir leikinn. Skotið sem Martin sem setti niður með 20 sekúndur eftir var ekki endilega eins og það er kennt á æfingum. Það fór samt ofaní sem er það sem skiptir máli. „Já, ég sá að ég var með lítinn mann á mér þannig ég réðst bara á hann og setti létt "hook" skot yfir hann,“ sagði Martin fyrst í gríni. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki alveg hvað ég ætlaði að gera þarna, ég var kominn í frekar erfiða stöðu og skotklukkan að renna út þannig ég ákvað að kasta honum upp og blessunarlega datt það. „Svisslendingarnir eru flott landslið og fá auka sjálfstraust með Capela inn á vellinum, maður sér að þetta er allt annað lið en við mættum fyrir tveimur árum. Leikplanið í dag gekk kannski ekki fullkomlega upp, við ætluðum að leyfa ákveðnum mönnum að skjóta og þeir ákváðu að hitta í dag, sem gerði okkur erfitt fyrir. En þetta var ekkert fullkominn leikur að okkar hálfu, en við erum klárlega að taka skref í rétta átt og það er styrkleiki að geta klárað svona leiki,“ sagði Martin.Martin skoraði 16 stig í leiknum.vísir/báraLokasóknirnar voru ekki endilega eins og þær hafi komið beint af æfingasvæðinu en þær heppnuðust hinsvegar. Planið var kannski aðallega bara að Martin fengi að skapa sitt skot. „Já, leikplanið var annað hvort að ég ætti að koma á hindrunina og fara á körfuna og sjá hvort ég væri opinn, ef ekki þá átti ég að koma til baka og fá hann og bara reyna að gera einhverja töfra. Það heppnaðist vel, ég hef æfi þetta skot oft svona þar sem ég að detta aðeins í burtu og mér líður vel í skoti. Mér leið ekkert ofsalega vel í dag. Ég er að allur að drepast í öklunum og svaf eiginlega ekkert í nótt, með eitthvað í maganum. En ég náði allavega að bjarga andlitinu í lokin.“ Núna er undankeppnin hálfnuð og Ísland er ennþá í bullandi séns þrátt fyrir svekkjandi tap í Portúgal. „Já algjörlega. Við sjáum það alvega að það geta öll lið unnið alla í þessum riðli og mér finnst við vera sterkara lið en Portúgal svo það er skyldusigur á laugardaginn, að taka þá heima,“ sagði Martin. Það yrði þá úrslitaleikur að fara til Sviss og klára þá þar, sem verður erfitt, en ég hef alveg trú á að þessi hópur geti gert það.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30