„Sturluðumst af gleði þegar við komumst upp fyrir Serba“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2019 19:30 Ari Bragi, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi. mynd/stöð 2 Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31