„Sturluðumst af gleði þegar við komumst upp fyrir Serba“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2019 19:30 Ari Bragi, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi. mynd/stöð 2 Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Sjá meira
Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31