Innlent

Nasa birtir myndir af hverfandi ís­breiðu Oks

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Okjökull árið 1986 (t.v.) og Okið árið 2019 (t.h.)
Okjökull árið 1986 (t.v.) og Okið árið 2019 (t.h.) vísir/skjáskot
Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. Í textaskýringunni með myndbandinu segir að gengið verði upp á Okið þann 18. ágúst til minningar um jökulinn.

Fimm ár eru liðin síðan Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur, tilkynnti að Okjökull teldist ekki lengur jökull, að hans mati, og var þar með fyrsti jökullin hér á landi til að missa þessa nafnbót. Nú hafa 56 smájöklar á norðurhluta Íslands horfið en þeir voru alls 300 talsins árið 2014.

Sjá einnig: Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf

Gengið verður að Oki sunnudaginn 18. ágúst og verður þar settur upp skjöldur til minningar um Okjökul. Ferðin er á vegum vísindamanna við Rice háskóla í Houston í Bandaríkjunum og munu Andri Snær Magnason, rithöfundur og Oddur Sigurðsson vera með í för. Andri skrifaði textann sem er á minningarskildinum.

Minnismerkið sem verður sett upp við Ok í ágúst. Andri Snær skrifaði textann á plagginu.skjáskot
Heimildamyndin „Not Ok“ sem kom út í fyrra fjallaði um hvarf jökulsins. Hún var framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Jón Gnarr var sögumaður myndarinnar þar sem saga Oksins var rakin.

Cymene Howe og Dominic Boyer halda á plaggati fyrir heimildamyndina Not Ok.fréttablaðið/sigtryggur ariFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.