Fótbolti

Keyptur á 60 milljónir evra en tveimur mánuðum síðar gæti hann verið á förum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jovic í leik með Real á undirbúningstímabilinu.
Jovic í leik með Real á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Framherjinn, Luka Jovic, gekk í raðir Real Madrid í sumar en Real keypti hann á 60 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Nú gætu dagar hans hjá Real Madrid verið taldir.

Jovic fór á kostum á síðustu leiktíð hjá Frankfurt sem fór alla leið í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar og gerðu vel í þýsku úrvalsdeildinni.

Jovic gerði sautján mörk í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem hann gerði tíu mörk í Evrópudeildinni. Hann var svo keyptur til spænska stórliðsins á 60 milljónir evra.





Það hefur hins vegar ekki gengið sem skildi. Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er ekki talinn hrifinn af framherjanum sem hefur lítið sem ekkert sýnt á undirbúningstímabilinu.

Einnig hefur hann verið mikið meiddur og Frakkinn er ekki talinn aðdáandi Jovic. Þessi 22 ára gamli framherji gæti því þurft að finna sér nýtt félag áður en glugginn lokar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×