Sport

Íslenski hópurinn þrettán sinnum á palli í Helsinki

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verðlaunahafar ásamt þjálfurum, frá vinstri: Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í kata; Eydís, Aron Bjarkason, Tómas, Oddný, Aron Huynh, Þórður, Samuel, Ólafur, Viktoría, og Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite. Á myndina vantar Kristjönu.
Verðlaunahafar ásamt þjálfurum, frá vinstri: Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í kata; Eydís, Aron Bjarkason, Tómas, Oddný, Aron Huynh, Þórður, Samuel, Ólafur, Viktoría, og Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite. Á myndina vantar Kristjönu. KAÍ

Íslenska landsliðið í karate tók þátt í opnu móti í Helsinki í Finnlandi um helgina en íslensku keppendurnir voru tólf talsins. Alls tóku yfir 600 keppendur frá 23 löndum þátt í mótinu.

Bestum árangri í íslenska liðinu náðu þeir Samuel Josh Ramos og Aron Anh Ky Huynh. Samuel keppir í U16 ára flokki í kumite. Hann vann fimm af sex viðureignum sínum í gær; tók gullið örugglega í þyngdarflokki sínum og brons í opnum flokki. Samuel skoraði 26 stig í viðureignunum sex en fékk aðeins 6 stig á sig.


Aron vann svo silfur í bæði fullorðinsflokki og U21 árs flokki í kata. Aron vann alla andstæðinga sína í undanrásum beggja flokka og komst í úrslit. Þar laut hann í lægra haldi fyrir víetnamska landsliðsmanninum Khuat Huy Thang eftir jafnar og góðar viðureignir. Þess má geta Khuat er geysilega sterkur keppandi og vermir 9. sæti heimslistans í kata U21 árs karla.
 
Samuel og Aron verða næst í eldlínunni í Laugardalshöllinni 14.-15. september, þegar Ísland heldur Smáþjóðamótið í karate. Þeir hafa báðir orðið Smáþjóðameistarar í sínum greinum, Samuel árið 2018 og Aron árið 2017, og eru til alls líklegir.

Alls féllu 13 verðlaun Íslendingum í skaut á mótinu; ein gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun.

Verðlaunahafar voru eftirfarandi.
Samuel Josh Ramos, gull í -63kg og brons í opnum flokki, U16 kumite
Aron Anh Ky Huynh, silfur í U21 kata og silfur í senior kata
Viktoría Ingólfsdóttir, silfur í opnum flokki U16 kumite
Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í U16 kata og brons í U18 kata
Kristjana Lind Ólafsdóttir, silfur í +59 kg flokki U18 kumite
Þórður Jökull Henrysson, brons í U18 kata.
Oddný Þórarinsdóttir, brons í U16 kata
Tómas Pálmar Tómasson, brons í U16 kata
Aron Bjarkason, brons í -67 kg flokki kumite
Ólafur Engilbert Árnason, brons í -75 kg flokki kumiteAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.