Íslenski hópurinn þrettán sinnum á palli í Helsinki Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. ágúst 2019 06:00 Verðlaunahafar ásamt þjálfurum, frá vinstri: Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í kata; Eydís, Aron Bjarkason, Tómas, Oddný, Aron Huynh, Þórður, Samuel, Ólafur, Viktoría, og Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite. Á myndina vantar Kristjönu. KAÍ Íslenska landsliðið í karate tók þátt í opnu móti í Helsinki í Finnlandi um helgina en íslensku keppendurnir voru tólf talsins. Alls tóku yfir 600 keppendur frá 23 löndum þátt í mótinu. Bestum árangri í íslenska liðinu náðu þeir Samuel Josh Ramos og Aron Anh Ky Huynh. Samuel keppir í U16 ára flokki í kumite. Hann vann fimm af sex viðureignum sínum í gær; tók gullið örugglega í þyngdarflokki sínum og brons í opnum flokki. Samuel skoraði 26 stig í viðureignunum sex en fékk aðeins 6 stig á sig.Aron vann svo silfur í bæði fullorðinsflokki og U21 árs flokki í kata. Aron vann alla andstæðinga sína í undanrásum beggja flokka og komst í úrslit. Þar laut hann í lægra haldi fyrir víetnamska landsliðsmanninum Khuat Huy Thang eftir jafnar og góðar viðureignir. Þess má geta Khuat er geysilega sterkur keppandi og vermir 9. sæti heimslistans í kata U21 árs karla. Samuel og Aron verða næst í eldlínunni í Laugardalshöllinni 14.-15. september, þegar Ísland heldur Smáþjóðamótið í karate. Þeir hafa báðir orðið Smáþjóðameistarar í sínum greinum, Samuel árið 2018 og Aron árið 2017, og eru til alls líklegir. Alls féllu 13 verðlaun Íslendingum í skaut á mótinu; ein gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun. Verðlaunahafar voru eftirfarandi.Samuel Josh Ramos, gull í -63kg og brons í opnum flokki, U16 kumite Aron Anh Ky Huynh, silfur í U21 kata og silfur í senior kata Viktoría Ingólfsdóttir, silfur í opnum flokki U16 kumite Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í U16 kata og brons í U18 kata Kristjana Lind Ólafsdóttir, silfur í +59 kg flokki U18 kumite Þórður Jökull Henrysson, brons í U18 kata. Oddný Þórarinsdóttir, brons í U16 kata Tómas Pálmar Tómasson, brons í U16 kata Aron Bjarkason, brons í -67 kg flokki kumite Ólafur Engilbert Árnason, brons í -75 kg flokki kumite Íþróttir Karate Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Íslenska landsliðið í karate tók þátt í opnu móti í Helsinki í Finnlandi um helgina en íslensku keppendurnir voru tólf talsins. Alls tóku yfir 600 keppendur frá 23 löndum þátt í mótinu. Bestum árangri í íslenska liðinu náðu þeir Samuel Josh Ramos og Aron Anh Ky Huynh. Samuel keppir í U16 ára flokki í kumite. Hann vann fimm af sex viðureignum sínum í gær; tók gullið örugglega í þyngdarflokki sínum og brons í opnum flokki. Samuel skoraði 26 stig í viðureignunum sex en fékk aðeins 6 stig á sig.Aron vann svo silfur í bæði fullorðinsflokki og U21 árs flokki í kata. Aron vann alla andstæðinga sína í undanrásum beggja flokka og komst í úrslit. Þar laut hann í lægra haldi fyrir víetnamska landsliðsmanninum Khuat Huy Thang eftir jafnar og góðar viðureignir. Þess má geta Khuat er geysilega sterkur keppandi og vermir 9. sæti heimslistans í kata U21 árs karla. Samuel og Aron verða næst í eldlínunni í Laugardalshöllinni 14.-15. september, þegar Ísland heldur Smáþjóðamótið í karate. Þeir hafa báðir orðið Smáþjóðameistarar í sínum greinum, Samuel árið 2018 og Aron árið 2017, og eru til alls líklegir. Alls féllu 13 verðlaun Íslendingum í skaut á mótinu; ein gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun. Verðlaunahafar voru eftirfarandi.Samuel Josh Ramos, gull í -63kg og brons í opnum flokki, U16 kumite Aron Anh Ky Huynh, silfur í U21 kata og silfur í senior kata Viktoría Ingólfsdóttir, silfur í opnum flokki U16 kumite Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í U16 kata og brons í U18 kata Kristjana Lind Ólafsdóttir, silfur í +59 kg flokki U18 kumite Þórður Jökull Henrysson, brons í U18 kata. Oddný Þórarinsdóttir, brons í U16 kata Tómas Pálmar Tómasson, brons í U16 kata Aron Bjarkason, brons í -67 kg flokki kumite Ólafur Engilbert Árnason, brons í -75 kg flokki kumite
Íþróttir Karate Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira