Segir sýslumannsembættið halda fólki í gíslingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 21:00 Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður. Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún. Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún.
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira