Fótbolti

Fyrrum leikmaður Southampton orðinn samherji Alberts hjá AZ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Clasie með treyju númer 20.
Clasie með treyju númer 20. vísir/getty

Jordy Clasie hefur skrifað undir fjögurra ára samning við hollenska félagið, AZ Alkmaar, þar sem hann verður samherji landsliðsmannsins Alberts Guðmundssonar.

Jordy er 28 ára gamall miðjumaður sem ólst upp hjá Feyenoord en þaðan fór hann til Southampton árið 2015. Á Englandi spilaði hann 38 leiki á sínum fyrstu tveimur tímabilum.

Fyrir tímabilið 2017/2018 var Clasie ekki lengur í myndinni hjá Southampton og hann var því lánaður til Club Brugge þar sem hann lék á lánssamningi alla leiktíðina.

Á síðasta ári lék hann svo með uppeldisfélaginu, Feyenoord, sem lentu í þriðja sætinu í Hollandi en AZ hefur nú tryggt sér þjónustu Clasie næstu fjögur árin eftir að liðin komust að samkomulagi um kaupverð.

Albert og félagar enduðu í fjórða sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og tryggðu sér þáttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir mæta þeir Håcken í vikunni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.