Erlent

Kynna nýjar reglur um brottvísun flóttafólks

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjöldi fólks kom saman víða í Bandaríkjunum í þessum mánuði til að mótmæla innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna, ICE.
Fjöldi fólks kom saman víða í Bandaríkjunum í þessum mánuði til að mótmæla innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna, ICE. VÍSIR/GETTY

Bandarísk yfirvöld hafa kynnt nýjar reglur um brottvísun flóttafólks sem myndi gera löggæslumönnum kleift að senda fólk úr landi tafarlaust án þess að dómari þurfi að fara yfir málið. Nýju reglurnar eru á þá leið að ef fólk getur ekki sannað að það hafi verið í Bandaríkjunum samfleytt í tvö ár eða lengur megi senda það beint úr landi.

Hingað til hafði svipuð regla verið í gildi en hún gilti þó aðeins um svæði við landamærin að Mexíkó og þurfti fólk að geta sannað að hafa verið í landinu í tvær vikur eða lengur en ekki í tvö ár eins og nú.

Mannréttindasamtök segja þetta hafa áhrif á hundruð þúsunda manna í landinu og heita því að kæra reglugerðina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.