Fannst tíu árum eftir hvarf á bak við frysti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 21:58 Larry Ely Murillo-Moncada hvarf sporlaust árið 2009. council bluffs police department Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2009 fundust á bak við frysti í matvörubúð, sem nú hefur verið lokað, þar sem maðurinn vann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rannsóknarlögreglumenn í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum segja Larry Ely Murillo-Moncada, sem var 25 ára, hafa dottið ofan í hálfs metra gat í matvöruversluninni No Frills. Lögreglumaðurinn Brandon Danielson segir hljóð frá kælunum líklega hafa drekkt hrópum Murillo-Moncada eftir aðstoð. Ekki er talið að nokkuð misjafnt hafi farið fram og var andlát hans skráð sem slys. Líkamsleifar hans fundust í janúar í búðinni, sem var minna en einum og hálfum kílómetra frá heimili hans, en líkið var svo rotið að ekki tókst að bera kennsl á það fyrr en í síðustu viku eftir að búið var að rannsaka það. „Maður heyrir ekki um svona mál, að fólk finnist í veggjum, sérstaklega á þessu svæði,“ sagði Danielson, sem rannsakaði mannshvarfsmálið árið 2009. „Fólk hverfur reglulega en þetta er alveg einstakt,“ sagði hann í samtali við KETV í Omaha á mánudag.Yfirgaf aldrei No Frills Hvarf Murillo-Moncada var tilkynnt til lögreglu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina eftir að hann flúði frá heimili foreldra sinna berfættur og sá hann ofsjónir, segja ættingjar. Hann skildi lyklana eftir í bílnum sínum, sögðu foreldrar hans við fréttamiðla þegar hann hvarf, en það var snjóstormur þegar hann stakk af. „Hann heyrði raddir sem sögðu „borðaðu sykur,““ sagði móðir hans með hjálp túlks árið 2009. „Honum fannst hjartað sitt slá svo fast og hélt að ef hann borðaði sykur myndi það hætta að slá svona fast.“ Bláu fötin sem fundust utan á líkinu í janúar pössuðu við lýsingar foreldra hans. Kælirinn sem hann datt á bak við var tæplega fjögurra metra hár. Hann fannst þegar vinnumenn voru að rífa niður hillur í búðinni. Fyrrverandi starfsmenn No Frills, sem hefur verið lokuð í nokkur ár, segja að það hafi ekki verið óalgengt að starfsmenn hafi klifrað upp á kælana til að raða vörum í hillurnar fyrir ofan. Danielson sagði á mánudag að móðir Murillo-Moncada hafi lengi haldið að hann hafi verið í búðinni þegar hann hvarf. „Móðirin, hún trúði því að hann hafi aldrei farið úr No Frills,“ sagði hann. Bandaríkin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2009 fundust á bak við frysti í matvörubúð, sem nú hefur verið lokað, þar sem maðurinn vann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rannsóknarlögreglumenn í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum segja Larry Ely Murillo-Moncada, sem var 25 ára, hafa dottið ofan í hálfs metra gat í matvöruversluninni No Frills. Lögreglumaðurinn Brandon Danielson segir hljóð frá kælunum líklega hafa drekkt hrópum Murillo-Moncada eftir aðstoð. Ekki er talið að nokkuð misjafnt hafi farið fram og var andlát hans skráð sem slys. Líkamsleifar hans fundust í janúar í búðinni, sem var minna en einum og hálfum kílómetra frá heimili hans, en líkið var svo rotið að ekki tókst að bera kennsl á það fyrr en í síðustu viku eftir að búið var að rannsaka það. „Maður heyrir ekki um svona mál, að fólk finnist í veggjum, sérstaklega á þessu svæði,“ sagði Danielson, sem rannsakaði mannshvarfsmálið árið 2009. „Fólk hverfur reglulega en þetta er alveg einstakt,“ sagði hann í samtali við KETV í Omaha á mánudag.Yfirgaf aldrei No Frills Hvarf Murillo-Moncada var tilkynnt til lögreglu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina eftir að hann flúði frá heimili foreldra sinna berfættur og sá hann ofsjónir, segja ættingjar. Hann skildi lyklana eftir í bílnum sínum, sögðu foreldrar hans við fréttamiðla þegar hann hvarf, en það var snjóstormur þegar hann stakk af. „Hann heyrði raddir sem sögðu „borðaðu sykur,““ sagði móðir hans með hjálp túlks árið 2009. „Honum fannst hjartað sitt slá svo fast og hélt að ef hann borðaði sykur myndi það hætta að slá svona fast.“ Bláu fötin sem fundust utan á líkinu í janúar pössuðu við lýsingar foreldra hans. Kælirinn sem hann datt á bak við var tæplega fjögurra metra hár. Hann fannst þegar vinnumenn voru að rífa niður hillur í búðinni. Fyrrverandi starfsmenn No Frills, sem hefur verið lokuð í nokkur ár, segja að það hafi ekki verið óalgengt að starfsmenn hafi klifrað upp á kælana til að raða vörum í hillurnar fyrir ofan. Danielson sagði á mánudag að móðir Murillo-Moncada hafi lengi haldið að hann hafi verið í búðinni þegar hann hvarf. „Móðirin, hún trúði því að hann hafi aldrei farið úr No Frills,“ sagði hann.
Bandaríkin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira