Erlent

Fannst tíu árum eftir hvarf á bak við frysti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Larry Ely Murillo-Moncada hvarf sporlaust árið 2009.
Larry Ely Murillo-Moncada hvarf sporlaust árið 2009. council bluffs police department
Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2009 fundust á bak við frysti í matvörubúð, sem nú hefur verið lokað, þar sem maðurinn vann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.Rannsóknarlögreglumenn í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum segja Larry Ely Murillo-Moncada, sem var 25 ára, hafa dottið ofan í hálfs metra gat í matvöruversluninni No Frills.Lögreglumaðurinn Brandon Danielson segir hljóð frá kælunum líklega hafa drekkt hrópum Murillo-Moncada eftir aðstoð. Ekki er talið að nokkuð misjafnt hafi farið fram og var andlát hans skráð sem slys.Líkamsleifar hans fundust í janúar í búðinni, sem var minna en einum og hálfum kílómetra frá heimili hans, en líkið var svo rotið að ekki tókst að bera kennsl á það fyrr en í síðustu viku eftir að búið var að rannsaka það.„Maður heyrir ekki um svona mál, að fólk finnist í veggjum, sérstaklega á þessu svæði,“ sagði Danielson, sem rannsakaði mannshvarfsmálið árið 2009.„Fólk hverfur reglulega en þetta er alveg einstakt,“ sagði hann í samtali við KETV í Omaha á mánudag.

Yfirgaf aldrei No Frills

Hvarf Murillo-Moncada var tilkynnt til lögreglu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina eftir að hann flúði frá heimili foreldra sinna berfættur og sá hann ofsjónir, segja ættingjar.Hann skildi lyklana eftir í bílnum sínum, sögðu foreldrar hans við fréttamiðla þegar hann hvarf, en það var snjóstormur þegar hann stakk af.„Hann heyrði raddir sem sögðu „borðaðu sykur,““ sagði móðir hans með hjálp túlks árið 2009.„Honum fannst hjartað sitt slá svo fast og hélt að ef hann borðaði sykur myndi það hætta að slá svona fast.“Bláu fötin sem fundust utan á líkinu í janúar pössuðu við lýsingar foreldra hans.Kælirinn sem hann datt á bak við var tæplega fjögurra metra hár. Hann fannst þegar vinnumenn voru að rífa niður hillur í búðinni.Fyrrverandi starfsmenn No Frills, sem hefur verið lokuð í nokkur ár, segja að það hafi ekki verið óalgengt að starfsmenn hafi klifrað upp á kælana til að raða vörum í hillurnar fyrir ofan.Danielson sagði á mánudag að móðir Murillo-Moncada hafi lengi haldið að hann hafi verið í búðinni þegar hann hvarf.„Móðirin, hún trúði því að hann hafi aldrei farið úr No Frills,“ sagði hann.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.