Gaman að búa til nöfn á liðin UMFÍ kynnir 24. júlí 2019 13:30 Hópurinn mætir á Unglingalandsmót UMFÍ með gleðina í farteskinu og tekur hlutina ekki of hátíðlega. Steingerður Þóra Daníelsdóttir Steingerður Þóra Daníelsdóttir hefur farið með alla fjölskylduna á Unglingalandsmót UMFÍ ár eftir ár og verður að sjálfsögðu á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina, þar sem mótið fer fram að þessu sinni. Hún segir unglingalandsmótin alltaf jafn skemmtileg, lykilatriði sé að skilja keppnisskapið eftir heima. „Þetta verður áttunda árið okkar. Við höfum farið á Unglingalandsmót UMFÍ frá því eldri strákurinn okkar, sem er 18 ára núna, var í liði með vinum úr hverfinu. Flestir þeirra æfðu fótbolta en ekki allir og mesta sportið hjá hópnum var oft að keppa í greinum sem þeir æfa ekki og hafa kannski ekki mikla hæfileika í. Eitt árið kepptu þeir til dæmis í handbolta, sem var hin mesta skemmtun fyrir okkur foreldrana að horfa á. Einnig hafa þeir keppt í körfubolta, strandblaki, frjálsum og fleiru. Fótboltinn er alltaf aðalgreinin en svo þarf að prófa einhverjar aðrar greinar líka,“ segir Steingerður.Fjölskyldur allra í liðinu halda hópinn og borða saman á kvöldin. Steingerður segir samveruna dýrmæta.Fjölskyldur allra í liðinu mæta á mótin. Þau halda hópinn, borða saman á kvöldin og styðja sitt fólk. Steingerður segir samveruna dýrmæta. „Oft fer einhver á undan og finnur tjaldsvæði fyrir allan hópinn. Svo er slegið upp tjaldbúðum og við grillum við saman og förum á kvöldvökurnar saman. Þetta er alltaf mikil skemmtun, strákarnir taka hlutina ekki of alvarlega, sérstaklega þegar þeir eru að keppa í þeim greinum sem þeir geta minna í,“ segir hún hlæjandi. Þetta verður samt síðasta mótið sem eldri strákurinn tekur þátt í en gleðin heldur þó áfram því yngri strákur Steingerðar er að fara á sitt þriðja mót. „Við eigum því allavega fimm ár eftir, sem betur fer. Ég verð bara að fá lánuð börn einhversstaðar þegar hann verður orðinn of gamall fyrir unglingalandsmótin,“ segir Steingerður sposk. „Í ár eru yngri strákarnir með lið í fótbolta, körfubolta og strandhandbolta og keppa einnig í hinum ýmsum greinum. Hluti af skemmtuninni er undirbúningurinn, finna skemmtileg nöfn á liðin eins og Bakkabræður, Bónusgrísir og fleiri og búa til einhver bullnöfn til að setja aftan á búningstreyjurnar. Yngri hópurinn samanstendur líka af vinum úr hverfinu og fótboltanum og þegar þeir voru að keppa á fyrsta landsmótinu, 11 ára, kepptu þeir í körfubolta, sem þeir gátu ekki mikið í á þeim tíma og þeir fögnuðu ógurlega ef þeir náðu að skora stig þó að þeir hefðu tapað flestum leikjunum. Nokkrir af þeim tóku líka þátt í kökuskreytingakeppninni í fyrra og skemmtu sér konunglega. Þetta gengur allt út á húmor og skemmtun,“ segir Steingerður.Hressir eftir skemmtilegan leik.Beðin um ráð fyrir þá sem eru að fara á sitt fyrsta mót um verslunarmannahelgina segir hún óþarfi að flækja hlutina „Maður drífur sig bara af stað og skilur keppnisskapið eftir heima. Þó er gott að pakka hlýjum fötum með, bara eins og í klassískri íslenskri útilegu. Það er reyndar þannig að veðrið skiptir mann engu máli á þessum mótum. Það eru allir svo léttir og hressir og í svo góðu skapi, ekkert vesen bara gleði.“ Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er í fullum gangi og lýkur á miðnætti 29.júlí.Hluti af skemmtuninni er undirbúningurinn og að útbúa treyjur á liðið með fyndnum nörfnum.Þessi kynning er unnin í samstarfi við UMFÍ Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Sjá meira
Steingerður Þóra Daníelsdóttir hefur farið með alla fjölskylduna á Unglingalandsmót UMFÍ ár eftir ár og verður að sjálfsögðu á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina, þar sem mótið fer fram að þessu sinni. Hún segir unglingalandsmótin alltaf jafn skemmtileg, lykilatriði sé að skilja keppnisskapið eftir heima. „Þetta verður áttunda árið okkar. Við höfum farið á Unglingalandsmót UMFÍ frá því eldri strákurinn okkar, sem er 18 ára núna, var í liði með vinum úr hverfinu. Flestir þeirra æfðu fótbolta en ekki allir og mesta sportið hjá hópnum var oft að keppa í greinum sem þeir æfa ekki og hafa kannski ekki mikla hæfileika í. Eitt árið kepptu þeir til dæmis í handbolta, sem var hin mesta skemmtun fyrir okkur foreldrana að horfa á. Einnig hafa þeir keppt í körfubolta, strandblaki, frjálsum og fleiru. Fótboltinn er alltaf aðalgreinin en svo þarf að prófa einhverjar aðrar greinar líka,“ segir Steingerður.Fjölskyldur allra í liðinu halda hópinn og borða saman á kvöldin. Steingerður segir samveruna dýrmæta.Fjölskyldur allra í liðinu mæta á mótin. Þau halda hópinn, borða saman á kvöldin og styðja sitt fólk. Steingerður segir samveruna dýrmæta. „Oft fer einhver á undan og finnur tjaldsvæði fyrir allan hópinn. Svo er slegið upp tjaldbúðum og við grillum við saman og förum á kvöldvökurnar saman. Þetta er alltaf mikil skemmtun, strákarnir taka hlutina ekki of alvarlega, sérstaklega þegar þeir eru að keppa í þeim greinum sem þeir geta minna í,“ segir hún hlæjandi. Þetta verður samt síðasta mótið sem eldri strákurinn tekur þátt í en gleðin heldur þó áfram því yngri strákur Steingerðar er að fara á sitt þriðja mót. „Við eigum því allavega fimm ár eftir, sem betur fer. Ég verð bara að fá lánuð börn einhversstaðar þegar hann verður orðinn of gamall fyrir unglingalandsmótin,“ segir Steingerður sposk. „Í ár eru yngri strákarnir með lið í fótbolta, körfubolta og strandhandbolta og keppa einnig í hinum ýmsum greinum. Hluti af skemmtuninni er undirbúningurinn, finna skemmtileg nöfn á liðin eins og Bakkabræður, Bónusgrísir og fleiri og búa til einhver bullnöfn til að setja aftan á búningstreyjurnar. Yngri hópurinn samanstendur líka af vinum úr hverfinu og fótboltanum og þegar þeir voru að keppa á fyrsta landsmótinu, 11 ára, kepptu þeir í körfubolta, sem þeir gátu ekki mikið í á þeim tíma og þeir fögnuðu ógurlega ef þeir náðu að skora stig þó að þeir hefðu tapað flestum leikjunum. Nokkrir af þeim tóku líka þátt í kökuskreytingakeppninni í fyrra og skemmtu sér konunglega. Þetta gengur allt út á húmor og skemmtun,“ segir Steingerður.Hressir eftir skemmtilegan leik.Beðin um ráð fyrir þá sem eru að fara á sitt fyrsta mót um verslunarmannahelgina segir hún óþarfi að flækja hlutina „Maður drífur sig bara af stað og skilur keppnisskapið eftir heima. Þó er gott að pakka hlýjum fötum með, bara eins og í klassískri íslenskri útilegu. Það er reyndar þannig að veðrið skiptir mann engu máli á þessum mótum. Það eru allir svo léttir og hressir og í svo góðu skapi, ekkert vesen bara gleði.“ Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er í fullum gangi og lýkur á miðnætti 29.júlí.Hluti af skemmtuninni er undirbúningurinn og að útbúa treyjur á liðið með fyndnum nörfnum.Þessi kynning er unnin í samstarfi við UMFÍ
Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Sjá meira