Sport

Serena Williams í úrslitaleikinn á Wimbledon

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serena Williams fagnar sigri í dag.
Serena Williams fagnar sigri í dag. Getty/Clive Brunskill

Bandaríska tenniskonan Serena Williams er komin alla leið í úrslitaleikinn á Wimbledon mótinu í tennis þar sem hún mætir Simona Halep frá Rúmeníu.

Serena Williams vann öruggan sigur á hinni tékknesku Barbora Strýcová í undanúrslitum í dag en Serena vann hrinurnar 6-1 og 6-2. Simona Halep hafði áður slegið út Elinu Svitolina frá Úkraínu, 6-1 og 6-3.

Hin 33 ára gamla Barbora Strýcová var að spila í fyrsta sinn í undanúrslitum á risamóti en átti fá svör við leik Serenu Williams sem kláraði leikinn á aðeins 59 mínútum.„Ég elska það sem ég geri og að fá að spila fyrir áhorfendur eins og hér á Wimbledon. Það geta ekki allir. Ég er enn þá nokkuð góð í því sem ég geri og það er alltaf frábær lífsreynsla að komast alla leið í úrslitaleik,“ sagði Serena Williams eftir sigurinn.

Serena Williams býst við erfiðum úrslitaleik á móti Simonu Halep.  „Þetta eru alltaf erfiðir leikir á móti henni en ég hlakka til,“ sagði Serena.

Serena Williams er nú aðeins einum sigri frá því að vinna sinn 24 risatitil á ferlinum. Hún vann síðast risatitil á Opna ástralska mótinu í ársbyrjun 2017.

Serena Williams hefur unnið Wimbledon mótið sjö sinnum síðast árið 2016.

Serena Williams eignaðist dóttir í september 2017 og er að reyna að vinna fyrsta risamótið síðan hún varð mamma í fyrsta sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.