Sport

Serena Williams í úrslitaleikinn á Wimbledon

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serena Williams fagnar sigri í dag.
Serena Williams fagnar sigri í dag. Getty/Clive Brunskill
Bandaríska tenniskonan Serena Williams er komin alla leið í úrslitaleikinn á Wimbledon mótinu í tennis þar sem hún mætir Simona Halep frá Rúmeníu.Serena Williams vann öruggan sigur á hinni tékknesku Barbora Strýcová í undanúrslitum í dag en Serena vann hrinurnar 6-1 og 6-2. Simona Halep hafði áður slegið út Elinu Svitolina frá Úkraínu, 6-1 og 6-3.Hin 33 ára gamla Barbora Strýcová var að spila í fyrsta sinn í undanúrslitum á risamóti en átti fá svör við leik Serenu Williams sem kláraði leikinn á aðeins 59 mínútum.„Ég elska það sem ég geri og að fá að spila fyrir áhorfendur eins og hér á Wimbledon. Það geta ekki allir. Ég er enn þá nokkuð góð í því sem ég geri og það er alltaf frábær lífsreynsla að komast alla leið í úrslitaleik,“ sagði Serena Williams eftir sigurinn.Serena Williams býst við erfiðum úrslitaleik á móti Simonu Halep.  „Þetta eru alltaf erfiðir leikir á móti henni en ég hlakka til,“ sagði Serena.Serena Williams er nú aðeins einum sigri frá því að vinna sinn 24 risatitil á ferlinum. Hún vann síðast risatitil á Opna ástralska mótinu í ársbyrjun 2017.Serena Williams hefur unnið Wimbledon mótið sjö sinnum síðast árið 2016.Serena Williams eignaðist dóttir í september 2017 og er að reyna að vinna fyrsta risamótið síðan hún varð mamma í fyrsta sinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.