Fótbolti

Ösku­bu­sku­ævin­týri Madagaskar lokið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Madagaskar fagnar marki fyrr í keppninni.
Madagaskar fagnar marki fyrr í keppninni. vísir/getty

Spútniklið Madagaskar er úr leik í Afríkukeppninni þetta árið eftir 3-0 tap gegn Túnis í síðasta leik átta liða úrslitanna.

Liðið hafði komið allri heimsbyggðinni á óvart með mögnuðum árangri sínum í Afríkukeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem Madagaskar tekur þátt.

Þeir réðu hins vegar ekki við öflugt lið Túnis. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu þeir Ferjani Sassi, Naim Sliti og Youssef Msakni sitt markið hver og lokatölur 3-0.

Það verða því Senegal og Túnis annars vegar og Alsír og Nígería hins vegar sem mætast í undanúrslitunum í Afríkukeppninni þetta árið. Undanúrslitin fara fram á sunnudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.