Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:30 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30
Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25