Innlent

Ní­tján börn greind með E. coli-sýkingu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.
E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús Hlynur

Í dag var staðfest E.coli STEC sýking hjá tveimur börnum en alls voru 37 sýni rannsökuð með tilliti til STEC í dag.

Alls hafa því nítján börn greinst með E. coli-sýkingu en beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá barni í Bandaríkjunum. Grunur leikur á að það sé með alvarlega E. coli-sýkingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Börnin sem greindust í dag eru tveggja ára og ellefu ára og má rekja sýkingar þeirra til neyslu íss í Efstadal II fyrir þann 4. júlí síðastliðinn.

Þrjú börn liggja nú inni á Barnaspítala Hringsins og er líðan þeirra stöðug. Öll börnin verða áfram í eftirliti hjá læknum spítalans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.