Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu, sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur.

Mexíkóski glæpaforinginn Jaquin Guzman sem betur er þekktur undir viðurnefninu El-Chapo var dæmur í lífstíðarfangelsi í dag og í fréttatímanum höldum við áfram umfjöllun um innflutning á amfetamíni og metamfetamíni til Íslands sem hefur færst í vöxt.

Einnig verður rætt við fangelsismálastjóra sem hefur áhyggjur af andlega veikum föngum sem ljúka afplánun á næstunni og við sveitarstjóra Hörgársveitar sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.