Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu, sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur.

Mexíkóski glæpaforinginn Jaquin Guzman sem betur er þekktur undir viðurnefninu El-Chapo var dæmur í lífstíðarfangelsi í dag og í fréttatímanum höldum við áfram umfjöllun um innflutning á amfetamíni og metamfetamíni til Íslands sem hefur færst í vöxt.

Einnig verður rætt við fangelsismálastjóra sem hefur áhyggjur af andlega veikum föngum sem ljúka afplánun á næstunni og við sveitarstjóra Hörgársveitar sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×