Innlent

Hátt í 800 manns lagt leið sína í Blóð­bankann síðustu tvær vikur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Blóðgjafi gefur blóð í Blóðbankanum fyrr í vikunni.
Blóðgjafi gefur blóð í Blóðbankanum fyrr í vikunni. vísir/vilhelm

Ekki er hægt að segja annað en að viðbrögð blóðgjafa við ákalli Blóðbankans síðustu vikur hafi verið góð.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni bráðvantaði blóð í O- og A-flokkum og þá vantaði einnig blóð í síðustu viku.

Samkvæmt færslu á Facebook-síðu Blóðbankans hafa tæplega 800 manns komið í bankann síðustu tvær vikur. Þá 202 blóðgjafar ýmist komið í fyrstu komu eða endurskráð sig eftir langan tíma.

Þakkar Blóðbankinn kærlega fyrir viðbrögðin og minnir á opnunartímann í dag sem er til klukkan 19 á Snorrabraut og 18:30 á Glerártorgi. Lokað er svo á morgun, föstudag.
Tengdar fréttir

Bráðvantar blóð í O-flokkunum

Blóðbankann bráðvantar nú blóð í O-flokkunum, O mínus og O plús. Um er að ræða algengustu blóðflokkanna auk þess sem allir geta fengið gjöf með O mínus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.