Innlent

Hátt í 800 manns lagt leið sína í Blóð­bankann síðustu tvær vikur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Blóðgjafi gefur blóð í Blóðbankanum fyrr í vikunni.
Blóðgjafi gefur blóð í Blóðbankanum fyrr í vikunni. vísir/vilhelm
Ekki er hægt að segja annað en að viðbrögð blóðgjafa við ákalli Blóðbankans síðustu vikur hafi verið góð.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni bráðvantaði blóð í O- og A-flokkum og þá vantaði einnig blóð í síðustu viku.

Samkvæmt færslu á Facebook-síðu Blóðbankans hafa tæplega 800 manns komið í bankann síðustu tvær vikur. Þá 202 blóðgjafar ýmist komið í fyrstu komu eða endurskráð sig eftir langan tíma.

Þakkar Blóðbankinn kærlega fyrir viðbrögðin og minnir á opnunartímann í dag sem er til klukkan 19 á Snorrabraut og 18:30 á Glerártorgi. Lokað er svo á morgun, föstudag.






Tengdar fréttir

Bráðvantar blóð í O-flokkunum

Blóðbankann bráðvantar nú blóð í O-flokkunum, O mínus og O plús. Um er að ræða algengustu blóðflokkanna auk þess sem allir geta fengið gjöf með O mínus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×