Innlent

Júní á enn þá vinninginn þrátt fyrir sólina í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sumir nýttu sólina í dag til líkamsræktar.
Sumir nýttu sólina í dag til líkamsræktar. Vísir/vilhelm

Veðrið lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag. Hiti fór hæst í 19,9 stig klukkan þrjú síðdegis, sem telst afar hlýtt, en náði þó ekki að slá hitametið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að hiti hafi farið yfir tuttugu stig á höfuðborgarsvæðinu í júní. Það met stendur því enn fyrir árið þó að dagurinn í dag hafi verið afar hlýr.

„Hiti var kominn í sextán gráður strax klukkan tíu í morgun og svo stígur hann upp í 19 um klukkan þrjú og fer eiginlega ekki niður fyrir það fyrr en klukkan átta,“ segir Páll.

Þá segir hann afar góða daga í vændum á höfuðborgarsvæðinu en á morgun má búast við 16-18 stiga hita og 17-19 stigum á laugardag.

„Næstu tveir dagar verða allavega hlýir. Það verður svolítið af sólskini og hlýtt á höfuðborgarsvæðinu, og eitthvað á Suðvestur- og Vesturlandi líka,“ segir Páll.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á ferðinni í góða veðrinu í höfuðborginni í dag og myndaði borgarbúa í blíðunni. Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Flatmagað í sólinni. Vísir/vilhelm
Hundar hafa líklega víða verið viðraðir. Vísir/Vilhelm
Það er fátt huggulegra en að leggjast í grasið og vinna í sólbrúnkunni. Vísir/vilhelm
Svaladrykkur á Kaffi París í sólskininu. Kunnuglegt stef. Vísir/Vilhelm
Sólarþyrstir borgarbúar þyrptust á ylströndina í Nauthólsvík í hitanum. Vísir/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.