Sport

Guðlaug Edda fyrsti Íslendingurinn sem klárar mót á heimsbikarmótaröðinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðlaug Edda
Guðlaug Edda mynd/þrí
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrsti Íslendingurinn til þess að klára mót á heimsbikarsmótaröðinni í þríþraut.

Guðlaug Edda endaði í 26. sæti á sterku móti í Montreal í Kanada í gær. Heimsbikarmótaröðin er sú sterkasta í heiminum í greininni og keppa allar bestu þríþrautarkonur heims á mótaröðinni.

35 keppendur kepptu í sprettþraut í gær og var Guðlaug Edda röðuð síðust á ráslínunni vegna stöðu hennar á heimslistanum.

Guðlaug Edda byrjaðði hins vegar mjög vel og var sjöunda upp úr vatninu á 9:26 mínútum. Hún átti í smá erfiðleikum á hjólinu og endaði í hóp með keppendum í 20.-30. sæti.

Með sterku hlaupi vann hún sig upp og endaði í 26. sæti.

Katie Zaferes vann keppnina en hún er efsta kona heimslistans. Þetta var hennar fjórði sigur á mótaröðinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×