Erlent

Tala látinna komin upp í 17 eftir að bygging hrundi í Kambódíu

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekki er ljóst hvers vegna slysið átti sér stað.
Ekki er ljóst hvers vegna slysið átti sér stað. AP
17 lík og 24 særðir hafa nú fundist í byggingarústum í strandborginni Sihanoukville í Kambódíu, eftir að sjö hæða bygging hrundi skyndilega í gær. Fréttastofa AP greinir frá þessu.Mest er um að ræða byggingaverkamenn sem störfuðu við að reisa ókláraða bygginguna þegar slysið átti sér stað. Björgunaraðgerðir standa enn yfir.Byggingin var einnig notuð sem íbúðarhúsnæði verkamanna, þar sem þeir sváfu á annarri hæð hússins. Frásagnir herma að verkamennirnir hafi flestir verið sofandi þegar slysið átti sér stað um klukkan fjögur að nóttu á staðartíma.Um er að ræða eitt versta byggingaslys sem átt hefur sér stað þar í landi í fleiri ár. Vinnulöggjöf í landinu hefur lengi verið brotakennd og starfa byggingarverkamenn þar reglulega við mjög hættulegar aðstæður.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.