Lífið

Rúmlega tólf milljón króna skart í eins árs afmælisgjöf

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kulture verður eflaust sæl með gjöfina.
Kulture verður eflaust sæl með gjöfina. instagram/@iamcardib

Rappararnir Cardi B og Offset ætla heldur betur að taka ársafmæli dóttur sinnar, Kulture, með trompi. Slúðurmiðlar í Bandaríkjunum herma að fyrrum hjónin hyggist eyða um hundrað þúsund dollurum, tæplega tólf og hálfri milljón króna, í afmælisgjöf dóttur sinnar.

Gjöfin sem um ræðir er sérsmíðuð hálsfesti úr demöntum og hvítagulli. Menið sem hangir á keðjunni er prýtt fjórum teiknimyndafígúrum úr þáttunum Word Party, sem ku vera uppáhaldssjónvarpsþáttur Kulture.

Slúðurmiðillinn TMZ slær því föstu að Cardi hafi fengið skartgripahönnuðinn Eliantte til þess að sérsmíða gripinn, en Eliantte hefur einmitt séð mörgum af frægustu hip-hop listamönnum síðustu ára fyrir skarti.
Cardi og Offset eru þó ekki talin ætla að láta rándýra hálsfesti nægja til þess að fagna ársafmæli dóttur sinnar. Þau eru sögð ætla að halda heljarinnar veislu til heiðurs dóttur sinni, og er kostnaðurinn við hana talinn vera nálægt 400 þúsund dollurum, um fimmtíu milljónum króna.

Kulture fagnar þeim merka áfanga að ná árs aldri miðvikudaginn 10. júlí næstkomandi.
 
                                 

Hjónakornin fyrrverandi meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.