Innlent

Hiti víða yfir 20 stig í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hitaspáin klukkan 17 í dag.
Hitaspáin klukkan 17 í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands

Allmikil hæð er nú suður af landinu en við Scoresbysund er smálægð sem þokast í norðaustur. Því er vestan- og suðvestanátt á suðvesturhorninu en þurrkur og hlýindi á austanverðu landinu.

Vestanlands er hins vegar súld eða lítilsháttar rigning öðru hverju og milt veður, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá er svipað veðurútlit næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Vestan 8-13 og dálítil væta öðru hverju, en þurrt og bjart veður um landið A-vert. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast A-til. 

Á fimmtudag:
Suðvestan 5-13 og dálítil rigning V-til, en bjart með köflum A-lands. Hiti breytist lítið. 

Á föstudag:
Suðvestanátt og lítilsháttar rigning, þó síst á NA- og A-landi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast A-lands. 

Á laugardag:
Austanátt og rigning með köflum. Hiti 8 til 17 stig, mildast SV-lands. 

Á sunnudag:
Norðaustanátt og rigning, en úrkomulítið á SV- og V-landi. Kólnandi veður. 

Á mánudag:
Norðlæg átt og skýjað. Hiti 5 til 13 stig, mildast sunnan heiða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.