Sport

Hinrik Ingi féll á lyfjaprófi og er kominn í fjögurra ára bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinrik Ingi Óskarsson.
Hinrik Ingi Óskarsson. mynd/hinrik ingi
CrossFit-kappinn Hinrik Ingi Óskarsson mun ekki taka þátt á heimsleikunum í íþróttinni þar sem hann féll á lyfjaprófi á Reykjavík CrossFit Championship sem haldið var í Laugardalshöll í síðasta mánuði. Greint er frá þessu á heimasíðu Crossfit Games.

Þar tryggði Hinrik Ingi sér þátttökuréttinn á heimsleikunum með því að lenda í öðru sæti. Hann varð þá sjöundi Íslendingurinn sem komst inn á heimsleikana. Nú standa eftir sex.

Tvö ólögleg efni fundust í lyfjasýni Hinriks Inga. CrossFit-kappinn hefur áður verið dæmdur í tveggja ára bann frá CrossFit-stöðvum á Íslandi fyrir að neita að koma í lyfjapróf en fær nú fjögurra ára dóm sem tók gildi þann 4. maí.

Hinrik Ingi getur því ekki tekið þátt í neinum CrossFit-mótum fyrr en eftir 4. maí árið 2023.

Uppfært klukkan 10.39:

Í upprunalegu fréttinni var sagt að Hinrik Ingi hefði áður fallið á lyfjaprófi og farið í bann af þeim sökum. Hið rétta er að hann neitaði að fara í lyfjapróf og fékk fyrir það tveggja ára bann frá CrossFit-stöðvum á Íslandi.

 
 
 
View this post on Instagram
When all your hard work finally pays off. #NothingLikeIt @barbellphotography

A post shared by Hinrik Ingi Óskarsson (@hinrikingi) on May 14, 2019 at 11:40am PDT


Tengdar fréttir

Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf

"Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf.

Formaður stjórnar CrossFit-sambandsins: Ekki óheppileg uppákoma fyrir okkur

Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands, segist ekki orðið vitni að því þegar Hinrik Ingi Óskarsson hótaði starfsmönnum lyfjaeftirlits Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) barsmíðum eftir Íslandsmeistaramótið í CrossFit í Digranesinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×