Sport

TFK og Víkingur Íslandsmeistarar í liðakeppni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Karlaliðin sem kepptu til úrslita. Raj Bonifacius, Björgvin Atli Júlíusson, Erik Larsson og Rares Hidi
Karlaliðin sem kepptu til úrslita. Raj Bonifacius, Björgvin Atli Júlíusson, Erik Larsson og Rares Hidi mynd/tennissamband íslands
Víkingur og Tennisfélag Kópavogs eru Íslandsmeistarar í liðakeppni í tennis, en Íslandsmótið í liðakeppni fór fram síðustu daga í Víkinni.

Anna Soffía Grönholm og Selma Dagmar Óskarsdóttir úr TFK stóðu uppi sem sigurvegarar í tvíliðaleik eftir 9-4 sigur á Evu Diljá Arnþórsdóttur og Rán Chester úr Víkingi.

Anna Soffía vann keppni í einliðaleik gegn Rán og Selma hafði betur gegn Evu svo TFK vann keppnina í kvennaflokki 3-0.

Karlalið Víkings hafði einnig 3-0 sigur gegn Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur.

Björgvin Atli Júlíusson og Raj K. Bonifacius unnu Erik Larsson og Rares Hidi í tvíliðaleik 9-1.

Björgvinn vann Rares örugglega í einliðaleik 6-0 og 6-0 og Bonifacius hafði betur gegn Larsson.

Anna Soffía Grönholm og Selma Dagmar Óskarsdóttirmynd/tennissamband íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×