Leggur allt í sölurnar til að komast á Ólympíuleikana á heimavelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 07:00 Sveinbjörn Jun Iura segist aldrei hafa verið í betra formi. mynd/úr einkasafni Ólympíuleikarnir í Tókýó á næsta ári hafa mikla þýðingu fyrir júdókappann Sveinbjörn Jun Iura. Ólympíuleikarnir fara ekki einungis fram í heimalandi og mekka júdósins heldur hefur Sveinbjörn sterka tengingu við Japan. Faðir hans er japanskur, hann bjó þar fyrstu ár ævinnar, stundaði nám í hinum virta Tokai-júdóháskóla og hefur reglulega farið til Japans í æfingabúðir. Og þar er hann staddur núna. Sveinbjörn undirbýr sig þar fyrir mót sumarsins. En stóra markmiðið, ástæðan fyrir öllum æfingunum og í öllu harkinu, er draumurinn um að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Þangað setur Sveinbjörn stefnuna og leggur allt í sölurnar. „Mér finnst ég vera í besta formi sem ég hef verið í,“ sagði Sveinbjörn í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er 29 ára og þetta er eiginlega síðasti möguleikinn minn. Draumurinn er að komast inn á Ólympíuleikana og enda ferðalagið þar. Mig hefur dreymt lengi um það.“Sveinbjörn er í æfingabúðum í Japan.mynd/úr einkasafniGæti ráðist á síðasta mótinu Sveinbjörn, sem keppir í -81 kg flokki, hefur tækifæri til 25. maí 2020 til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en til þess að það takist þarf hann að safna ákveðið mörgum punktum. Þegar þetta er skrifað er Sveinbjörn í 58. sæti á Ólympíulistanum en hlutirnir geta breyst hratt og svokallaður álfukvóti gæti komið honum til góða. Á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 voru 33 keppendur frá 33 þjóðum í -81 kg flokknum. „Þetta getur ráðist á síðasta mótinu í maí á næsta ári. Þetta er gríðarlega mikil barátta en ég er í ágætri stöðu,“ sagði Sveinbjörn. Ísland hefur átt níu keppendur í júdó á Ólympíuleikum í gegnum tíðina; Bjarna Friðriksson (sem vann brons í Los Angeles 1984), Frey Gauta Sigmundsson, Gísla Þorsteinsson, Halldór Guðbjörnsson, Kolbein Gíslason, Sigurð Bergmann, Þormóð Árna Jónsson, Vernharð Þorleifsson og Viðar Guðjohnsen. En engan í -81 kg flokki.Ljósið í enda ganganna: Tókýó 2020.mynd/úr einkasafniMörg mót og stífar æfingar Dagskráin er þéttskipuð hjá Sveinbirni í sumar. Framundan eru Evrópuleikar í Hvíta-Rússlandi þar sem 34 fremstu júdókappar álfunnar taka þátt. Sveinbjörn verður þar á meðal keppenda. Eftir Evrópuleikana eru mót víðs vegar um heiminn, t.d. í Kanada, Króatíu og Abú Dabí, og í ágúst verður heimsmeistaramótið í júdó haldið í frægri bardagahöll í Tókýó, Budokan, en þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram þar. Sveinbjörn verður á meðal þátttakenda á HM ásamt öðrum íslenskum júdókappa, Agli Blöndal. Í Toin Yokogama hákólanum, þar sem Sveinbjörn hefur dvalið síðustu vikur, er æft af miklum krafti og ekkert gefið eftir. Og við allar þessar stífu æfingar styrkist hugurinn ekki síður en líkaminn. „Við vöknum klukkan rúmlega sex á morgnana og byrjum á hlaupum. Á glímuæfingunum tökum við allt að tólf sex mínútna glímur. Á Íslandi tökum við kannski fimm fjögurra mínútna glímur. Álagið er mikið og maður þarf að æfa rétt og hlusta á líkamann. Aðaláherslan er á glímuæfingar,“ sagði Sveinbjörn og bætti við að aginn í æfingabúðunum sé mikill. Iðkendurnir þurfi t.a.m. alltaf að hneigja sig fyrir aðalþjálfaranum, eða sensei-num, áður en æfingarnar byrja. Þjálfarinn í æfingabúðunum, Mitsushi Hirokawa, er vel þekktur innan júdóheimsins en hann vann gull með sínum keppenda, Mashu Baker, í -90 kg flokki á Ólympíuleikunum í Ríó. Hér heima keppir Sveinbjörn fyrir hönd Júdófélag Ármanns en þjálfari hans er faðir hans; Yoshihiko Iura. Hann hefur verið viðloðandi júdó í hálfa öld, bæði sem keppandi og þjálfari, og er með 8. dan og er einn sá gráðuhæsti í Evrópu. „Hann hefur reynst mér best en það getur samt verið erfitt að hafa föður sinn sem þjálfara,“ sagði Sveinbjörn.Feðgarnir, Sveinbjörn og Yoshihiko Iura.mynd/úr einkasafniLíf skylmingaþrælsins Æfingum og keppni erlendis fylgir mikill kostnaður og harkið er mikið. En Sveinbjörn segir að það sé þess virði. „Mér finnst eins og maður lifi hálfgerðu „gladiator“-lífi en þetta er eitthvað sem ég elska og myndi ekki skipta út fyrir neitt annað. Þetta eru forréttindi. Ég hef verið heppinn með styrktaraðila en hef þurft að sækja þá sjálfur. En það er ekki nóg til að lifa af því. Ég vinn á Stuðlum sem fer vel með júdóinu,“ sagði Sveinbjörn en á Stuðlum vinnur hann m.a. með öðrum Ármenningi; kraftlyftingakappanum Júlían J.K. Jóhannsson. Sveinbjörn á einn son og segir að fjarveran frá honum geti tekið á. En hann á góða að og segir stuðning fjölskyldunnar ómetanlegan. „Ég fæ mjög góðan stuðning frá foreldrum, tengdamömmu og svo Ármanni. Þau gera mér kleift að einbeita mér að æfingum og keppni. Samheldin fjölskylda hjálpar mikið. Ég er hálfur Japani og það eru margir hérna úti sem hvetja mig áfram. Mig langar að gera fólkið sem hefur stutt mig svona rosalega vel stolt.“ Sveinbjörn hefur fulla trú á því að hann nái takmarki sínu og komist inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Mér finnst ég vera að toppa núna. Ég er kominn með reynslu og sjálfstraust sem ég hafði ekki þegar ég var yngri. Ég þekki leikinn betur sem fæst með aldrinum,“ sagði Sveinbjörn að lokum. Íþróttir Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó á næsta ári hafa mikla þýðingu fyrir júdókappann Sveinbjörn Jun Iura. Ólympíuleikarnir fara ekki einungis fram í heimalandi og mekka júdósins heldur hefur Sveinbjörn sterka tengingu við Japan. Faðir hans er japanskur, hann bjó þar fyrstu ár ævinnar, stundaði nám í hinum virta Tokai-júdóháskóla og hefur reglulega farið til Japans í æfingabúðir. Og þar er hann staddur núna. Sveinbjörn undirbýr sig þar fyrir mót sumarsins. En stóra markmiðið, ástæðan fyrir öllum æfingunum og í öllu harkinu, er draumurinn um að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Þangað setur Sveinbjörn stefnuna og leggur allt í sölurnar. „Mér finnst ég vera í besta formi sem ég hef verið í,“ sagði Sveinbjörn í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er 29 ára og þetta er eiginlega síðasti möguleikinn minn. Draumurinn er að komast inn á Ólympíuleikana og enda ferðalagið þar. Mig hefur dreymt lengi um það.“Sveinbjörn er í æfingabúðum í Japan.mynd/úr einkasafniGæti ráðist á síðasta mótinu Sveinbjörn, sem keppir í -81 kg flokki, hefur tækifæri til 25. maí 2020 til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en til þess að það takist þarf hann að safna ákveðið mörgum punktum. Þegar þetta er skrifað er Sveinbjörn í 58. sæti á Ólympíulistanum en hlutirnir geta breyst hratt og svokallaður álfukvóti gæti komið honum til góða. Á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 voru 33 keppendur frá 33 þjóðum í -81 kg flokknum. „Þetta getur ráðist á síðasta mótinu í maí á næsta ári. Þetta er gríðarlega mikil barátta en ég er í ágætri stöðu,“ sagði Sveinbjörn. Ísland hefur átt níu keppendur í júdó á Ólympíuleikum í gegnum tíðina; Bjarna Friðriksson (sem vann brons í Los Angeles 1984), Frey Gauta Sigmundsson, Gísla Þorsteinsson, Halldór Guðbjörnsson, Kolbein Gíslason, Sigurð Bergmann, Þormóð Árna Jónsson, Vernharð Þorleifsson og Viðar Guðjohnsen. En engan í -81 kg flokki.Ljósið í enda ganganna: Tókýó 2020.mynd/úr einkasafniMörg mót og stífar æfingar Dagskráin er þéttskipuð hjá Sveinbirni í sumar. Framundan eru Evrópuleikar í Hvíta-Rússlandi þar sem 34 fremstu júdókappar álfunnar taka þátt. Sveinbjörn verður þar á meðal keppenda. Eftir Evrópuleikana eru mót víðs vegar um heiminn, t.d. í Kanada, Króatíu og Abú Dabí, og í ágúst verður heimsmeistaramótið í júdó haldið í frægri bardagahöll í Tókýó, Budokan, en þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram þar. Sveinbjörn verður á meðal þátttakenda á HM ásamt öðrum íslenskum júdókappa, Agli Blöndal. Í Toin Yokogama hákólanum, þar sem Sveinbjörn hefur dvalið síðustu vikur, er æft af miklum krafti og ekkert gefið eftir. Og við allar þessar stífu æfingar styrkist hugurinn ekki síður en líkaminn. „Við vöknum klukkan rúmlega sex á morgnana og byrjum á hlaupum. Á glímuæfingunum tökum við allt að tólf sex mínútna glímur. Á Íslandi tökum við kannski fimm fjögurra mínútna glímur. Álagið er mikið og maður þarf að æfa rétt og hlusta á líkamann. Aðaláherslan er á glímuæfingar,“ sagði Sveinbjörn og bætti við að aginn í æfingabúðunum sé mikill. Iðkendurnir þurfi t.a.m. alltaf að hneigja sig fyrir aðalþjálfaranum, eða sensei-num, áður en æfingarnar byrja. Þjálfarinn í æfingabúðunum, Mitsushi Hirokawa, er vel þekktur innan júdóheimsins en hann vann gull með sínum keppenda, Mashu Baker, í -90 kg flokki á Ólympíuleikunum í Ríó. Hér heima keppir Sveinbjörn fyrir hönd Júdófélag Ármanns en þjálfari hans er faðir hans; Yoshihiko Iura. Hann hefur verið viðloðandi júdó í hálfa öld, bæði sem keppandi og þjálfari, og er með 8. dan og er einn sá gráðuhæsti í Evrópu. „Hann hefur reynst mér best en það getur samt verið erfitt að hafa föður sinn sem þjálfara,“ sagði Sveinbjörn.Feðgarnir, Sveinbjörn og Yoshihiko Iura.mynd/úr einkasafniLíf skylmingaþrælsins Æfingum og keppni erlendis fylgir mikill kostnaður og harkið er mikið. En Sveinbjörn segir að það sé þess virði. „Mér finnst eins og maður lifi hálfgerðu „gladiator“-lífi en þetta er eitthvað sem ég elska og myndi ekki skipta út fyrir neitt annað. Þetta eru forréttindi. Ég hef verið heppinn með styrktaraðila en hef þurft að sækja þá sjálfur. En það er ekki nóg til að lifa af því. Ég vinn á Stuðlum sem fer vel með júdóinu,“ sagði Sveinbjörn en á Stuðlum vinnur hann m.a. með öðrum Ármenningi; kraftlyftingakappanum Júlían J.K. Jóhannsson. Sveinbjörn á einn son og segir að fjarveran frá honum geti tekið á. En hann á góða að og segir stuðning fjölskyldunnar ómetanlegan. „Ég fæ mjög góðan stuðning frá foreldrum, tengdamömmu og svo Ármanni. Þau gera mér kleift að einbeita mér að æfingum og keppni. Samheldin fjölskylda hjálpar mikið. Ég er hálfur Japani og það eru margir hérna úti sem hvetja mig áfram. Mig langar að gera fólkið sem hefur stutt mig svona rosalega vel stolt.“ Sveinbjörn hefur fulla trú á því að hann nái takmarki sínu og komist inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Mér finnst ég vera að toppa núna. Ég er kominn með reynslu og sjálfstraust sem ég hafði ekki þegar ég var yngri. Ég þekki leikinn betur sem fæst með aldrinum,“ sagði Sveinbjörn að lokum.
Íþróttir Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira